Ljóti kór fór í sund 

Ljóti kór eins og þau kalla sig hefur starfað í nokkur ár, en þar er valin maður í hverju rúmi. Margir þeirra sem þar eru sungu áður fyrr með kór Menntaskólans við Hamrahlíð og hafa enn gaman af því að syngja. Líkt og  segir á Facebook síðu kórsins þá er hann „Hópur fagurs fólks sem kemur saman, hefur gaman; syngur við hvern fingur. Hringur leiks á velli, hellir glymur, öndin stynur.“

SUNGIÐ Í SUNDLAUG: Sungið af innlifun á sundlaugarbökkum í Reykjavík.

Þekktir meðlimir kórsins eru meðal annars Eva María Jónsdóttir sjónvarpsstjarna, Benedikt Erlingsson leikstjóri og Páll Matthíasson forstjóri Landsspítalans.

Meðlimir í kórnum stóðu fyrir óvenjulegum tónleikum á dögunum en kórin söng fyrir sundlaugargesti í  Árbæjar, Grafarvogs og Breiðholtslaug. Gjörningurinn nefndist Sönglagasunnudagur  og voru flutt sönglög og ljóð úr bókinni Grannmeti og átvextir eftir Þórarinn Eldjárn við tónlist Hauks Tómassonar.

Related Posts