LJÓSKAN LOFSUNGIN

Skopmyndateiknarinn Halldór Baldursson (49) stoltur af vini sínum:

 

Það var margt um manninn í útgáfuteiti bókarinnar Ladies, Beautiful Ladies eftir myndlistarmanninn Birgi Snæbjörn Birgisson. Bókin er framhald rannsókna Birgis á ímynd ljóskunnar í samfélagslegu- og pólitísku samhengi. Bókin inniheldur 299 málverk þar sem ljóshærðar, fallegar konur frá sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum sitja fyrir.

LjóskurÁhugavert „Ég þekki Birgi frá fornu fari og hef fylgst með rannsóknum hans af miklum áhuga,“ segir skopmyndateiknarinn Halldór Baldursson en hann var einn af gestum á sýningunni sem haldinn var á Icelandair Hótel Reykjavík Natura.

Birgir hefur á ferli sínum fengist við hugmyndir sem einstaklingar hafa um ljóshært fólk og þá ekki síst ljóskur. Hann hefur gert ýmislegt í gegnum tíðina og meðal annars málað allar konur sem hafa hampað titlinum ungfrú heimur en alltaf sem ljóshærðar. Einn daginn fékk hann þá hugmynd að búa til risavaxið verk með ljóshærðum konum sem myndi virkilega sýna mátt ljóskunnar.

Stoltur af vörunum

„Að mínu mati er þetta mjög fallegt áhugamál. Þetta er hans innri list í hjarta hans sem streymir þarna út í formi ljóskunnar,“ segir Halldór sem telur sig eiga örlítinn þátt í þessum litstaverkum.

„Ég kynntisti Birgi í Grafíkdeildinni. Þar voru allir með svartan prentlit nema Birgir hann var byrjaður að nota mikinn ljósbláan lit. Ég ákvað því að auka við fjölbreytileikann hjá honum og gaf honum rauða olíutúpu í þrítugsafmælisgjöf. Hann notar enn þennan rauða lit í varirnar á verkum sínum. Ég er mjög stoltur að eiga varirnar í þessum flottu verkum.“

LjóskurLjóskur í olíu

Birgir varð sér úti um hljómplötur á flóamörkuðum og bílsskúrssölum út um allar trissur frá sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. Framan á þessar plötur höfðu útgefendur skellt mynd af ljóshærðum konum þó að konurnar kæmu tónlistinni oftast ekkert við. Úr þessum plötuumslögum gerði Birgir verkið Ljóshærðir tónlistarmenn sem innihélt 400 myndir. Birgir málar síðan með olíulitum á umslögin og býr til myndverk þar sem ljóshærða fyrirsætan er dregin fram. Úr þessum myndum valdi síðan Birgir 299 verk sem gefin eru út í bókinni.

Við hlið Bjarts í Sumarhúsum

„Þessi bók er stórkostleg og fallegur prentgripur. Bókin inniheldur 300 ljóskur í einni bók, það er ekki hægt að fara fram á meira. Þessi bók á heima við hliðina á Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness. Hrein og tær ljóska við hliðina á Bjarti í Sumarhúsum, það gerist ekki betra,“ segir Halldór stoltur af vini sínum.

Related Posts