Listakonan Vala Óla (54) gerir það gott í Bandaríkjunum:

Fáir þekkja verk Völu Óla á Íslandi. Hún á hins vegar mikilli velgengni að fagna í Bandaríkjunum og heldur reglulega sýningar í galleríum. Skúlptúra hennar er að finna í mörgum borgum vestra en hún leitast við að finna svör sálarinnar í verkum sínum

STÓRBROTIN STYTTA: Hér er Vala við verk sitt Lost Tribes en það er átta feta há bronsstytta sem stendur í miðbæ Avon í Colorado.

STÓRBROTIN STYTTA:
Hér er Vala við verk sitt Lost Tribes en það er átta feta há bronsstytta sem stendur í miðbæ Avon í Colorado.

 

Raunsæ og rómantísk  „Ég fór ein út í mína fyrstu ferð til Bandaríkjanna árið 1994 og pakkaði sem minnstu í bakpoka og ætlaði bara að haga seglum eftir vindi í sumarfríinu mínu. Ég hafði heyrt að Santa Fe væri listamannabær þannig að þangað lá leiðin,“ segir Vala. „Það helltist yfir mig mjög sterk tilfinning og það var hreinlega ást við fyrstu sýn þegar ég kom í Santa Fe. Það er til máltæki  sem segir: „Santa Fe either embraces you or spits you out.“ Þetta má þýða sem svo að annað hvort umvefur Santa Fe mann örmum sínum eða spýtir manni í burt. Santa Fe tók mér opnum örmum og það varð úr að ég bjó þar fyrstu átta árin sem ég bjó í Bandaríkjunum. Ég einbeitti mér að portrettum sem ég málaði í klassískum stíl með olíu á striga. Ég stúderaði hörundsliti út í ystu æsar, svo sem mismunandi upskriftir frægra portrettmálara. Sjálf nota ég 24 lita pallettu en eftir að ég sneri mér að bronsskúlptúrum árið 2002 flutti ég til Arizona.“

LÁNSÖM: Lánið leikur við Völu og margir viðskiptavina hennar eru vellauðugir. Hér er hún á leiðinni í einkaþotu með einum þeirra til að vera viðstödd afhjúpun á styttu sem hún gerði fyrir háskóla í Iowa fyrr í vetur.

LÁNSÖM:
Lánið leikur við Völu og margir viðskiptavina hennar eru vellauðugir. Hér er hún á leiðinni í einkaþotu með einum þeirra til að vera viðstödd afhjúpun á styttu sem hún gerði fyrir háskóla í Iowa fyrr í vetur.

Leitar að svörum sálarinnar

Vala er barnlaus og frjáls og segir listaverkin vera börnin sín. „Við erum fimm systkinin, þannig að fjölskyldan er stór og mér finnst gott að koma heim og hitta hana reglulega á sumrin.“
Vala hefur ekki sýnt höggmyndirnar sínar á Íslandi enn sem komið er.
„Stytturnar sem ég hef skapað eru í borgum víðsvegar um Bandaríkin. Það breytist  vonandi og mér þætti gaman að skapa verk fyrir heimahagana.“

 ÓTRÚLEG NÁKVÆMNI Nákvæmni og vandvirkni Völu er einstök eins og sjá má af þessari nærmynd af Ulele.


ÓTRÚLEG NÁKVÆMNI
Nákvæmni og vandvirkni Völu er einstök eins og sjá má af þessari nærmynd af Ulele.

Vala segir verk sín byggja á aldagamalli þekkingu sem staðist hefur tímans tönn. „Ég er ekki að eltast við það nýjasta sem svo verður verk gærdagsins,“ segir hún. „Sálin sem lifir innra hefur svör sem ég leitast við að finna. Tilfinningar, lífsorka, mannssálin, þetta eru allt viðfangsefni sem vekja áhuga minn. Til að skapa verkin nota ég handbrögð og tækni gömlu meistaranna. Allir skúlptúrarnir mínir eru steyptir í brons en fyrst vinn ég þá í leir. Síðan er búið til mót og verkið steypt en ég læt steypa flest þeirra í Utah og Arizona.“

GOTT VERK: Vala var fengin til að gera þennan skúlptúr af Jay Berwanger en hann var einn þekktasti leikmaður í ameríska fótboltanum á sínum tíma.

STEYPIR Í BRONS: Vala lætur steypa verk sín í brons í Utah og Arizona og hér er Jay Berwanger, fyrsti handhafi Heissman-verðlaunanna.

 

 

STEYPIR Í BRONS: Vala lætur steypa verk sín í brons í Utah og Arizona og hér er Jay Berwanger, fyrsti handhafi Heissman-verðlaunanna.

GOTT VERK: Vala var fengin til að gera þennan skúlptúr af Jay Berwanger en hann var einn þekktasti leikmaður í ameríska fótboltanum á sínum tíma.

Eilífðin í núinu

Hvernig verk finnst þér skemmtilegast að gera?
„Öll verkin mín byggjast á mannslíkamanum. Anatomia er mér mikilvæg og ég hef mest gaman af að vinna með módel fyrir framan mig. Þegar anatomian er rökrétt kviknar lífsneisti í verkinu.“
Vala þarf ekki að leita langt eftir áhrifavöldum en pabbi hennar var læknir.
„Áhugi hans á mannssálinni hafði mikil áhrif á mig,“ segir hún. „Hann var geðlæknir og sem barn fór ég stundum með honum á Klepp þar sem ég heyrði og sá margt skringilegt.“
Gömlu meistararnir eru lærimeistarar Völu í listinni og nefnir hún þá Bernini og Carpeaux í skúlptúr og Rubens og Rembrandt í málverkinu. „Hreyfing og myndbygging í verkum barokktímabilsins heillar mig. Ég tek stundum andköf þegar ég sé verk í listasöfnum. Það er eins og staður og stund hverfi á vit eilífðarinnar. Það er eilífðin sem ég er að sækjast eftir. Núið er eilífðin.“

Í STÚDÍÓINU: Hér er Vala að störfum í stúdíóinu sínu í Arizona við hlið leirsins af styttunni Ulele sem var steypt í brons og reist í Tampa í Flórída.

Í STÚDÍÓINU:
Hér er Vala að störfum í stúdíóinu sínu í Arizona við hlið leirsins af styttunni Ulele sem var steypt í brons og reist í Tampa í Flórída.

Lifir á listinni

Frá því Vala flutti vestur um haf hefur hún eingöngu lifað á listinni.  „Gæfan hefur verið mér hliðholl og bandarískt þjóðfélag býður upp á mörg góð tækifæri fyrir listamenn,“ segir hún. „Það fylgir því mikið frelsi að búa hér því þjóðfélagið er svo fjölbreytt. Það er engin einn stíll í gangi sem maður þarf að passa inn í.“ Vala heldur líka fimm daga námskeið einu sinni á ári í Scottdale í Arizona. „Það er skemmtileg tilbreyting og hollt að rifja upp latnesku nöfnin á beinum og vöðvum líkamans,“ segir hún.

FLOTTUR FRÁGANGUR: Vala leggur mikið upp úr frágangi verka sinna og hér er bronsstyttan Ulele í Tampa, Flórída, með vatn og eld í kring. Söguna á bak við Ulele má lesa á vefsíðu Völu, www.valaola.com.

FLOTTUR FRÁGANGUR:
Vala leggur mikið upp úr frágangi verka sinna og hér er bronsstyttan Ulele í Tampa, Flórída, með vatn og eld í kring. Söguna á bak við Ulele má lesa á vefsíðu Völu, www.valaola.com.

Fram undan eru fleiri sýningar á verkum Völu í Bandaríkjunum.“ Ég skapa verk sem eru seld í galleríum í Colorado og Santa Fe. Í apríl verð ég við afhjúpun brjóstmyndar fyrir Columbia College í New York. Fyrr í vetur flaug ég í einkaþotu með kúnna mínum til að vera við afhjúpun átta feta portettbronsstyttu sem ég gerði fyrir háskóla í Iowa. Ég stefni svo heim í sumar. Eins og veðrið er nú yndislegt hér á veturna þá er nú betra að kæla sig niður á Íslandi þegar hér er sem heitast á sumrin.“
Fleiri verk eftir Völu Ola má sjá á heimasíðunni hennar www.valaola.com.

 

LIFANDI VERK: Völu finnst skemmtilegast að vinna með lifandi módel og hér er hún með nýjan skúlptúr í vinnslu en fyrirmyndin er fyrrum leikmaður í ameríska fótboltanum.

LIFANDI VERK:
Völu finnst skemmtilegast að vinna með lifandi módel og hér er hún með nýjan skúlptúr í vinnslu en fyrirmyndin er fyrrum leikmaður í ameríska fótboltanum.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts