Bjarni Ragnar (68) vill flýja til Spánar:

Myndlistarmaðurinn Bjarni Ragnar hefur fengið sig fullsaddann af Íslandi, veðurfarinu og almennri neikvæðni, og hefur ákveðið að flýja til Spánar þar sem hann á inni heimboð. Steininn tók úr í síðustu viku þegar Bjarni Ragnar datt í hálkunni og áttaði sig á því að landið ógni andlegri- og líkamlegri heilsu hans.

VERÐLÆKKUN: Mynd Bjarna er til sýnis á Cafe Roma.

VERÐLÆKKUN: Mynd Bjarna er til sýnis á Cafe Roma.

Hann hefur því gripið til þess örþrifaráðs að snarlækka verð á fallegri mynd sem hann hefur haft til sýningar og sölu á kaffihúsinu Cafe Roma við Rauðarárstíg. Upphaflegt verð myndarinnar var 350 þúsund krónur en í örvæntingu sinni er Bjarni Ragnar tilbúinn til þess að láta hana fara á 150.000 megi það verða til þess að hann komist af landi brott sem allra fyrst.

Áhugasamir geta skoðað verkið á Cafe Roma og haft samband við Bjarna Ragnar með skilaboðum á Facebook.

Related Posts