Taldi niðrandi orð vera hrós:

Leikkonan Lindsey Lohan hefur átt skrautlegan feril undanfarin ár og ekkert lát hefur verið á ýmsum miður virðulegum fréttum af henni í fjölmiðlum.  Sú nýjasta er að leikkonan hafi gert sig að algeru fífli með því að pósta á samfélagsmiðlum það sem hún taldi vera hrós um sig á arabísku. Lindsey taldi að arabíski textinn þýddi „þú ert fögur“ þegar rétt þýðing á honum var „þú ert asni“.

Margir gripu boltann á lofti Þegar Lindsey sendi þessa arabísku skrift frá sér og gerðu grín að henni. Þar á meðal var Kelly Osborne sem benti á ruglið með þýðinguna á skriftinni, að því er segir í frétt á vefsíðu Daily Mirror.

Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn sem Lindsey flaskar á arabísku. Fyrr í vetur endurpóstaði hún ummælum, eða kveðju,  vegna  andláts Abdullah konungs Saudi Arabíu sem samræmdust ekki þeim kveðjum sem múslimar nota til að kveðja látna.

Related Posts