Sennilega á leið í fangelsi í lok mánaðarins:

Leikkonan Lindsey Lohan fer bráðum að falla á tíma við að sinna þeirri samfélagsþjónustu sem hún var dæmd í á síðasta ári. Ef hún lýkur ekki afplánun á 114 tíma vinnu á félagsmiðstöð í Brooklyn í New York fyrir 28. maí er hún í vandræðum. Hún á að mæta fyrir dómara á þessum degi og ef hún hefur ekki lokið fyrrgreindri afplánun verður hún sennilega send í fangelsi að nýju.

Fjallað er um málið á vefsíðunni TMZ. Þar segir að Lohan sé með áætlun um að afplána sex tíma á dag alla daga vikunnar fram að 28. maí til að klára dæmið. Vandamálið er að hún ætlaði að byrja á þessari áætlun í gær en mætti ekki á miðstöðina. Raunar er ekki vitað til þess að hún hafi mætt í dag heldur. Síðast þegar fréttist af leikkonunni var hún enn í London.

Fjölskylda Lohan reynir nú að fá upplýsingar um hvar í heiminum leikkonan er stödd. Á TMZ segir að hugsanlega vonist Lohan til þess að dómarinn sjái í gegnum fingur sér þann 28. maí þó að þá vanti einhverja tíma upp á afplánun hennar.

Related Posts