Lilja Rafney alþingiskona (58) í jólaham:

Jólafríið hefur verið líflegt hjá Lilju Rafney Magnúsdóttur þingkonu VG en hún olli miklu fjaðrafoki á Alþingi skömmu fyrir þinglok þegar hún ásakaði þingmenn um að vera undir áhrifum í þingsal.

Lilja Rafney er frá Suðureyri við Súgandafjörð og fór í heimahagana yfir hátíðarnar. Þar skellti hún sér á jólaball ásamt yngstu dóttur sinni sem ber væntanlegt ömmu barn hennar undir belti. Ekki bar á öðru en jólasveinninn væri ánægður að hitta Lilju Rafney þó að hann væri af amerísku gerðinni og ekki jafn þjóðlegur og hún.

Jólin eru sannkölluð fjölskylduhátíð á Suðureyri og mikill samhugur á meðal þorpsbúa. Lilja Rafney brá því undir sig betri fætinum og fór í gullbrúðkaup hjá Valgeiri Hallbjörnssyni og Þóru Þórðardóttur sem búið hafa í þorpinu um áratugaskeið

lilja 2

GULLBRÚÐKAUP: Systurnar Svava Rán, Kristjana Dröfn og Jóna Margrét ásamt foreldrum sínum þeim Valgeiri Hallbjörnssyni og Þóru Þórðardóttur, og Lilju Rafney, í gullbrúðkaupinu

Lesið Séð og Heyrt daglega!

Related Posts