Lil Wayne og Wiz Khalifa hafa ákveðið að fara nýja viðskiptaleið. Félagarnir hafa ákveðið að feta í fótspor Snoop Dogg, sem er einmitt á leiðinni til landsins, og gerast DJar.

Það verður þó ekki gefins að fá félagana í partý en Lil Wayne ætlar að rukka 60 þúsund dollara fyrir giggið á meðan Wiz ákvað að vera aðeins meðfærilegri og rukka „aðeins“ 25 þúsund dollara.

Það er nú þegar búið að bóka strákana í nokkur gigg og Wiz Khalifa er meira að segja búinn að koma sér upp DJ nafni. Hann kallar sig nú DJ Daddy Cat.

 

WIZ

NÝTT NAFN: Wiz Khalifa kallar sig nú DJ Daddy Cat þegar hann þeytir skífum

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts