Guðrún Daníelsdóttir (40), aðstoðarleikstjóri Ligeglad:

 

Ligeglad

TVÆR GÓÐAR: Garún og Tinna Ólafsdóttir forsetadóttir skemmtu sér vel á frumsýningunni en þær tvær eru góðar vinkonur. Garún hefur meðal annars kennt dóttur Tinnu leiklist.

Gaman „Þetta var algjörlega geðveikt. Það var svo skemmtilegt og gleðilegt á þessari frumsýninginu. Ég hef farið á fjölmargarar frumsýningar og fyrir það fyrsta þá er svo rosalega gaman að fara á frumsýningar og sjá árangur erfiðins, maður er til dæmis búin að vera úti í kulda og frá fjölskyldunni heillengi en svo sér maður hvað þetta hefur heppnast vel. Það er frábær tilfinning,“ segir Garún.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ að fara erlendis í íslenskt verkefni. Við fórum til Danmerkur og vorum þar í þrjár til fjórar vikur og það var frábært að vinna með Dönunum, við vinnum mjög vel saman þrátt fyrir að það séu ólíkir vinnuhættir í gangi. Svo að sjá þetta á skjánum var ég svo glöð því þetta gekk svo vel.“

Hundrað sinnum aftur

Garún er vel sjóuð þegar kemur að sjónvarps- og kvikmyndabransanum en segir þetta verkefni hafa verið eitt það skemmtilegasta.

„Ég fékk bara símtal frá RÚV um að ég ætti að vera aðstoðarleikstjóri í Danmörku. Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt og allt gekk upp. Þetta var alveg frábær tími, það var ógeðslega skemmtilegt í tökum og þetta var bara frábært. Það var líka frábært að vinna með þessu fólki. Anna Svava, Viggi og Helgi Björns eru náttúrlega snillingar og svo er Arnór leikstjóri svo klár maður. Þú veist að þú ert að vinna með kláru fólki þegar það kemur brosandi í vinnuna og er fullt auðmýktar. Þannig er Arnór. Ég myndi gera þetta hundrað sinnum aftur. Ef mér væri sagt að við værum að fara að gera Ligeglad 2 þá væri ég komin upp í vél og ég er rosalega flughrædd. Ég tók Norrænu heim frá Danmörku, svo flughrædd er ég.“

ÿØÿáR¨Exif

HRESSIR: Leikarinn Rúnar Freyr Gíslason og Arnar Knútsson, einn af framleiðendum Ligeglad, voru ligeglad.

Séð og Heyrt – líka Ligeglad!

Related Posts