Í ólgusjó ljósvakaheimsins, þegar hart er sótt að hefðbundnum sjónvarpsstöðvum úr öllum rafrænum kimum fjölmiðlunar, er ánægjulegt að sjá viðspyrnu Ríkissjónvarpsins sem er bæði vitræn og í anda upphaflegs tilgangs stofnunarinnar, að fræða og skemmta.

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins, sýnir góða takta á meðan kollegar hans á öðrum stöðvum virðast fljóta sofandi að feigðarósi.

Um páskana sýndi hann okkur fjóra þætti byggða á Stríði og friði Tolstojs og gerði það kvöld eftir kvöld en ekki vikulega eins og vanalega. Úr urðu ánægjuleg páskafrískvöld í stofum landsmanna vítt og breitt.

Þá dúkkar hann upp með athyglisverða þætti um íslenska popptónlist sem teygja sig reyndar allt aftur til miðrar síðustu aldar, lætur finna til myndefni og úr verður saga dægurmenningar sem mótaði minnst tvær kynslóðir Íslendinga með afgerandi hætti.

Og ekki nóg með það. Dagskrárstjórinn býður líka upp á enn skemmtilegri þætti um helstu íþróttaafrek Íslendinga og beinir þá sjónum að persónunum sjálfum á eftirminnilegan hátt þannig að úr verður sjónvarp eins og það gerist best. Ekki of langt og ekki of stutt. Aðeins mátulegt til að espa upp hungur í meira.

Svo eru það allar náttúrulífsmyndirnar, vísindamennirnir og landafræðin sem teygir sig um heiminn þveran og endilangan með viðkomu á Tortóla þaðan sem var svo gott sem bein útsending sem skók líf landsmanna þannig að lengi verður í minnum haft.

Ríkissjónvarpið er farið að gera lífið skemmtilegra eins og Séð og Heyrt í hverri viku og allan

eir’kur j—nsson

sólarhringinn á veraldarvefnum.

Eiríkur Jónsson

Related Posts