Heiða

SORGLEGT: Heiða er nú bundin við hjólastól en berst hetjulega til þess að öðlast fyrri styrk og vonast til að komast í stofnfrumumeðferð á Indlandi.

Bjarnheiður Hannesdóttir, jafnan kölluð Heiða, er fædd árið 1980 og ólst upp í Keflavík. Hún byrjaði ung að glíma við átröskun. Ástandið var alvarlegra en hún og fjölskylda hennar gerðu sér grein fyrir og árið 2012 mátti minnstu muna að meinið drægi hana til dauða. Hjarta hennar hætti að slá og hún fékk alvarlegan heilaskaða. Hún er nú bundin við hjólastól en berst hetjulega til þess að öðlast fyrri styrk og vonast til að komast í stofnfrumumeðferð á Indlandi. Fjölskylda hennar og vinir hafa stofnað söfnunarsjóð fyrir meðferðinni.

Númer styrktarreikningsins er 0133-26-10190 og einnig er hægt að styrkja Heiðu með því að hringja í númerin 907-3501 (1000 kr.), 907-3503 (3000 kr.), 907-3505 (5000 kr.). Þá er einnig Styrktarsíða Bjarnheiðar Hannesdóttur á Facebook.

 

 

 

 

Heiða

HRESS: Heiða 4 ára í tískulit þess tíma.

SH-heida10

KEFLAVÍKURMÆR: Heiða fyrir utan æskuheimili sitt í Keflavík.

Heiða

MÆTT TIL KEPPNI: Heiða í keppninni Ungfrú Ísland 1999 með foreldrum sínum. 

Heiða

SUMAR OG SÓL: Heiða á góðum sumardegi.

SH-heida3

GLEÐI: Heiða, Hannes Arnar og Dóra Mjöll í Barcelona 2008.

Heiða

ÆVINTÝRI: Heiða og Snorri að fara í „river rafting“ í Tyrklandi 2006.

Heiða

HRESSAR MÆÐGUR: Mæðgurnar að leika sér.

Heiða

FYRIR ÁFALLIÐ: Heiða og Snorri á góðri stundu 2012, rétt áður en áfallið dundi yfir og Heiða fór í hjartastopp.

Heiða

SPÁNVERJAR: Fjölskyldan þegar hún bjó í Barcelona 2008.

Heiða

BUSLAÐ Á SPÁNI: Heiða, Snorri, Anna Dóra og Hannes á Tenerife 2014

 

 

Related Posts