Myndlistarkonan Júlíana Sveinsdóttir (1889-1966):

 Lífsstarf Júlíönu Sveinsdóttur myndlistarmanns verður aðgengilegt í nýju safni að Tjarnargötu 36 Reykjavík. Húsið var á sínum tíma byggt af Sveini Sveinssyni, í Völundi, en sonur hans Leifur hélt heimili þar síðast.

merkur

ALHEIMSFRÆGÐ: Júlíana er með skráð kennileiti á reikistjörnunni Merkúr.

Júlíana var föðursystir Sveins og tilheyrði sömu kynslóð listmálara og Kjarval, Jón Stefánsson og Kristín Jónsdóttir. Það var að ósk Leifs að stofnað yrði safn um Júlíönu í húsinu eftir hans dag, hann átti stórt safn mynda eftir hana auk vefnaðarverka.
Júlíana var frumkvöðull kvenna á sínu sviði bæði í myndlist og textíl. Hún er jafnframt eini íslenski listamaðurinn sem hefur fengið nafn sitt skráð sem kennileiti á plánetunni Merkúr.

Related Posts