Borgarleikhúsið

SÆTAR: Dansdrottningin Katrín Hall og Matthea, dóttir hennar, létu sjá sig í Borgarleikhúsinu.

Jóhanna Pálsdóttir (43) skemmti sér vel í Borgarleikhúsinu:

Íslenski dansflokkurinn frumsýndi á dögunum sýninguna Taugar á Nýja sviði Borgarleikhússins.

Áhugavert „Þetta var rosalega skemmtileg sýning. Það var gaman að sjá hvernig fyrra og seinna verkið tengdust. Fyrra verkið fjallar mikið um súfisma sem er dulhyggjuarmur íslams og sýnt í fallegum transi. Seinna verkið snýst um ferlið frá hugleiðslu og yfir í nirvana. Bæði verkin voru einstaklega falleg og höfðu mikil áhrif,“ segir Jóhanna Pálsdóttir, fyrrum markaðsstjóri hjá Íslenska dansflokknum.
Sætin í Borgarleikhúsinu voru þéttsetin og myndaðist góð stemning. „Fólk var líka aðeins eftir sig eftir sýninguna. Seinna verkið hafði mikil áhrif og var maður lengi að hugsa um það eftir á.“
Seinna verkið, Liminal, er eftir Pólverjann Karol Tyminski. „Tyminski var frábær. Hann var algjörlega liðamótalaus, ég skil ekki hvernig hann fór að þessu sem hann var að gera. Hann bauð upp á vodkaskot eftir sýningu sem sló í gegn,“ segir Jóhanna og hlær.
Jóhanna er ekki þekkt fyrir að sitja auðum höndum og hefur fest kaup á búð í Smáralind. „Ég var að kaupa búð sem heitir Moa París og sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á fylgihlutum á góðu verði fyrir konur á öllum aldri. Við erum á fullu að vinna í henni núna og stækka hana. Ég er mjög spennt og bjartsýn yfir þessu öllu saman.“

 

Borgarleikhúsið

FLOTT SAMAN: Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari og Heiða Aðalsteinsdóttir.

 

Borgarleikhúsið

BROSMILDAR: Alexía og Sara Marty brostu sínu blíðasta.

 

Borgarleikhúsið

GLÆSILEGAR: Steinunn og Katrín Johnson listdansari.

 

Related Posts