Gítarsnillingurinn Björn Thoroddsen (58) hélt frábæra tónleika:

Einn fremsti gítarleikari landsins, Björn Thoroddsen, hélt útgáfutónleika sína með nokkrum af færustu gítarleikurum heims. Harpa iðaði af lífi og tónleikagestir drukku í sig seiðandi gítarleik. Söngkonan unga Anna Þuríður Sigurðardóttir er leynivopn Björns en hún syngur á nýrri plötu Björns sem ber nafnið Bjössi – introducing Anna en hún er framleidd af einum besta gítarleikara heims, Robben Ford.

Gítar „Þetta voru útgáfutónleikar hjá mér og voru settir inn í þessa Guitarama tónleikaröð sem ég stend fyrir. Þetta tókst alveg rosalega vel til og það var alveg troðfullt í salnum og frábær stemning,“ segir Björn ánægður.

ÿØÿà

DÚNDUR DÚÓ: Gítarleikarinn Björn Thoroddsen og söngkonan Anna Þuríður Sigurðardóttir eru stórkostleg saman á nýjustu plötu Björns, Bjössi – introducing Anna.

Stórstjarna

Björn hefur um árabil verið einn fremsti gítarleikari landsins. Hann hefur þó ekki verið þekktur fyrir það að baða sig í sviðsljósinu og því kom það honum skemmtilega á óvart að eitt af lögum hans væri komið ofarlega á vinsældarlista.

„Já, það kom mér á óvart en er á sama tíma mjög skemmtilegt. Ég hef ekki verið beint í þeim geira að vera á vinsældalistum en þetta lag, Leave it all to you, hefur greinilega hitt beint í mark en þetta er fyrsta lagið á plötunni. Platan verður einnig gefin út í Bandaríkjunum og er framleidd af Robben Ford,“ segir Björn en Robben er sannkallaður stórlax í tónlistarbransanum.

„Hann er gríðarlega stórt nafn. Það er mikil virðing borin fyrir honum og ég tók einmitt eftir því á tónlistarhátíð sem við vorum saman á að hann er alltaf ávarpaður sem „sir“. Þegar við vorum að taka upp plötuna þá tók maður eftir því að þeir sem voru að vinna þarana í upptökuverinu þorðu varla að tala við hann. Ég hitti kunningja minn frá Noregi þarna sem spurði með hvejrum ég væri að vinna. Þegar ég sagðist vera að vinna með Robben Ford þá bara fölnaði hann og hafði ekki þor í að heilsa upp á hann,“ segir Björn og hlær.

Björn Thor

ALVÖRUMENN: Björn og Robben Ford gáfu gestum Hörpu kvöldstund sem gleymist seint.

Frá Bolungarvík til Nashville

Robben Frod framleiðir plötuna hans Björns og saman eiga þeir leynivopn. Söngkonan Anna Þuríður Sigurðardóttir en nafn sem ætti að leggja á minnið.

„Anna Þuríður, sem mun koma til með að heita bara Anna í Bandaríkjunum, kom bara eins og stormsveipur til mín. Ég heyrði bara í henni óvart í Bolungarvík þegar ég var að spila og kærastinn hennar spurði mig hvort hún megi syngja eitt lag með mér upp á sviði. Ég leyfði henni það og varð alveg heillaður,“ segir Björn.

„Robben vildi framleiða þessa plötu með mér og við ætluðum að hafa ameríska söngkonu en þá mundi ég allt í einu eftir þessari stelpu sem kom upp á svið til mín í Bolungarvík. Ég plataði Robben til mín og sýndi honum þessa stelpu og hann ssagði strax að þetta væri röddin sem þeir væru að leita að.“

„Hún fór frá því að hafa aldrei sungið fyrir framan fólk af einhverju viti yfir í það að vera mætt til Nashville í upptökuver með mörgum af færustu tónlistarmönnum heims. Þetta var stórt stökk fyrir mig og þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta hefur verið fyrir hana.“

ÿØÿà

FLOTTIR SAMAN: Björn Thoroddsen, tónlistarmaðurinn Stefán Hjörleifsson og Robben Ford brostu sínu breiðasta fyrir ljósmyndara og voru virkilega ánægðir með kvöldið.

Björn Thor

TVÖ GÓÐ: Gítarleikarinn Björgvin Gíslason stillti sér að sjálfsögðu upp með stjörnu kvöldsins.

Björn Thor

TVEIR FLOTTIR: Sendiherra Bandaríkjanna, Robert C. Barber, og forsætisráðherra Íslands, Sigurður Ingi Jóhannsson, létu sig ekki vanta og skemmtu sér konunglega.

Björn Thor

ÓTRÚLEGIR HÆFILEIKAR: Það er erfitt að finna einhverja mynd sem sýnir jafnhæfileikaríka gítarleikara og þessa hér. Greg Leisz, sem hefur meðal annars komið fram með Eric Clapton og The Eagles, Björn Thoroddsen og stóstjarnan Robben Ford þekkja svo sannarlega sín grip.

Séð og Heyrt hlustar á tónlist.

Related Posts