John Travolta (60) er ekki allur þar sem hann er séður:

 

Getur verið að stórstjarnan John Travolta, sem nú er nýskriðinn á sjötugsaldurinn, sé löngu búinn að missa „kúlið“, eða var það bara allt saman partur af „grímunni“ hans frá upphafi? Í gegnum tíðina hefur leikarinn reynt eftir bestu getu að hylja nokkrar beinagrindur, oft með býsna vandræðalegum árangri og eðlilega tekur ímyndin vissan skell fyrir vikið.

 

Á MÓTI LYFJUM
travolta_1238307cMiklar umræður hafa verið um það hvort Vísindakirkjan hafi óbeint valdið því að Travolta missti son sinn, Jett, fyrir fimm árum síðan. Ástæðan er sú að drengurinn, sem var 16 ára, var sagður hafa átt að hætta að taka flogaveikislyfin sín, sökum þess að „Sæfæ-kirkjan“ trúir ekki á lyfjameðferðir af neinni gerð. Vissulega er ekki vitað hvort leikarinn hefur hlýtt trú sinni eða ekki undir verstu kringumstæðum en orðrómurinn gerðu tengingu hans við kirkjuna ekki beinlínis meira „kúl“ en þegar Tom Cruise gerðist talsmaður hennar.

 

FÓLK VAR EKKI HRIFIÐ

josh

Hörðustu Grease-aðdáendur veltu eitt sinn fyrir sér hvort kæmi einhvern tíma að almennilegri endurkomu með þeim Travolta og Oliviu Newton-John (að utanskilinni myndinni Two of a Kind frá 1983 – sem fáir sáu og færri fíluðu). Það sem komst næst því var tónlistarmyndband sem þau gáfu út um jólin 2012. Hét það hinu kaldhæðnislega nafni I Think You Might Like it og heimurinn kepptist um að hlæja að þessu eftir að kjánahrollurinn dofnaði. Brosmilt er dúóið, meiningin er dúlluleg en vídeóið er hörmung á öllum tungumálum.

 

 

 

LÖNGU BÚINN AÐ TAPA HÁRINU

John-Travolta-BaldÍ Hollywood er hármissir allt annað en töff ef þú heitir ekki Jason Statham eða Bruce Willis. Þegar stór hreiður myndast aftan í kollinum hjá hinum reyndustu leikurum þykir oft mikilvægt að „leyndarmálið“ leki ekki út. Travolta hefur lengi haldið sér í þessari afneitun og glöggir papparassar hafa gjarnan tekið eftir því að kollvikin taka miklar sveiflur (hárið þunnt einn daginn, svo fullur kollur af lokkum á Óskarnum), stundum á nokkurra daga fresti. Ef til vill hefur kappinn verið að taka þátt í leynibíómynd, væntanlega dramatískum ofsóknartrylli, sem gengur undir nafninu „Ígræðslan“.

 

 

 

 

„FLÖRT“ MEÐ article-0-054CCD1D0000044D-46_468x318FLUGMANNI
Fúlt getur verið að tilheyra trúarsöfnuði (með „sci-fi“ ívafi) sem lítur niður á ástir samkynhneigðra og lenda svo sjálfur í þeirri stöðu að þurfa að hylja spor sín. Travolta hefur mikið barist gegn orðrómnum um að hann sé samkynhneigður en sönnunargögnin liggja nú í augum uppi, sem aldrei fyrr. Nýlega náðu fjölmiðlar tali af Douglas nokkrum Gotterba, fyrrum flugmanni og starfsmanni Travolta, sem lét það í ljós að þeir kumpánar hefðu átt í áralöngu ástarsambandi. Fréttirnar komu engum á óvart en játningin uppljóstraði hinum ótrúlegustu smáatriðum. Fóru þeir t.a.m. oft saman í rómantískt frí til Hawaii, Amsterdam og Kenýa, mættu þar að auki með konur með sér til að vera „skeggin“ þeirra. Ætli Kelly Preston sé þá skeggið hans Johns líka?

 

GLATAÐUR SEM GEIMVERA
bill
Enn meira um Vísindakirkjuna … Árið 2000 átti að marka kaflaskil í kvikmyndasögunni, eins og einhverjir muna líklega eftir, þegar Travolta vildi gefa út sína eigin vísindaskáldsöguepík „í anda Star Wars“ eins og hann orðaði það. Dældist síðan út sundurtættur sori sem flestir, ef ekki allir, gagnrýnendur hökkuðu í sig fyrir óvönduð efnistök, hallærislega framsetningu og allt annað en lúmska tengingu við kirkjuna umdeildu, síst af öllu þar sem stórmyndin Battlefield Earth var byggð á samnefndri bók eftir L. Ron Hubbard.

Related Posts