Radio Iceland

Í SKÝJUNUM: Adolf Ingi Erlingsson, stofnandi Radio Iceland, var í skýjunum með móttökurnar.

Ásdís Rán (35) fagnaði Radio Iceland:

Íþróttafréttamaðurinn Adolf Ingi hefur nú stofnað nýja útvarpsstöð, Radio Iceland, sem ætluð er erlendum ferðamönnum. Margt var um manninn í opnunarteiti stöðvarinnar og var glamúrfyrirsætan Ásdís Rán á meðal gesta; glæsileg sem aldrei fyrr.

Skemmtilegt sumar í vændum „Þetta var mjög fín opnun. Flott framtak hjá þeim að koma með útvarpsstöð sem er á ensku,“ segir glamúrfyrirsætan Ásdís Rán en hún var stödd á opnuninni ásamt kærasta sínum, Jóhanni Wium. „Það er klárlega grundvöllur fyrir svona stöð.“

Sjálf segist Ásdís ekki vera á leiðinni að starfa í útvarpi. „Mér þykir skemmtilegra að vera í sjónvarpi.“

Það verður nóg að gera í sumar hjá Ásdísi en hún verður mikið erlendis. „Ég verð að stórum hluta erlendis í sumar og þá mest í Sofiu í Búlgaríu þar sem ég verð að vinna í ýmsum verkefnum, en ekkert sem ég má segja frá, að svo stöddu,“ segir Ásdís leyndardómsfull á svip.

Sjáið allar myndirnar í Séð og Heyrt!

Related Posts