Krafan um óaðfinnanlegt útlit og nánast óeðlilegan vöxt er allsráðandi í heimi glyssins. Hollywod-stjörnur dagsins í dag leggja mikið á sig til að temja kroppinn og hemja hrukkumyndun. Stjörnur fyrri ára voru undir svipaðri pressu og áttu ráð undir rifi hverju til að viðhalda æskuljómanum.

Stjörnurnar áður fyrr

Elizabeth Taylor (1932-2011) DEMANTSPRINSESSAN Elizabeth Taylor sagði að í þá daga þegar frægðarljómi hennar var að hefjast hafi nokkrar konur í hennar bransa iðkað líkamsrækt reglulega en hún hafi ekki verið með æfingaáætlun til að halda sér í formi. Hún hafi dáð útreiðatúra á hestum og notið þess að synda og ganga. En þetta sagði hún í upphafi ferilsins. Hins vegar, þegar hún hóf feril sinn í kvikmyndinni National Velvet, var ungstirnið sett á mjög próteinríkt mataræði og strangt eftirlit í hreyfingu.

Stjörnurnar áður fyrr

Mae West (1893-1980): FAGRA FLJÓÐ Mae West sem dröslaði eitt sinn æfingahjóli sínu inn í mitt viðtal, hafði ævilanga unun af líkamlegri hreysti og fór daglega í reiðhjólatúra fram á áttræðisaldur. Hvað mataræði varðaði, trúði West snemma á eiginleika kókosolíu en ekki til að borða. Hún sór að það að bera hana á andlit sitt væri leyndarmálið að unglegri húð. Hún var ekki mikill aðdáandi lóðalyftinga fyrir sjálfa sig en sló ekki hendinni á móti vel sterkum sveinum en hún var með tylft vaxtarræktarmanna í sýningum sínum í Las Vegas.

Stjörnurnar áður fyrr

Katharine Hepburn (1907-2003): FORKUNNARFÖGUR Katharine Hepburn var ein af þeim fyrstu og þekktu Hollywood-leikkonum sem ekki bara æfði kröftuglega heldur til að viðurkenna áhuga sinn á íþróttum. Foreldrar hennar hvöttu hana frá barnæsku til að þjálfa líkama sinn af fremsta megni og hún elskaði alls konar íþróttir, sérstaklega sund, golf og tennis. Hepburn lagði metnað í og stærði sig af að stunda allt sitt sport fram að sjötugu. Þegar hún var 84 ára gömul sagði hún að hún gæti enn verið í höfuðstöðu, gengið á höndum og dýft sér ofan af stökkbretti.

Stjörnurnar áður fyrr

Audrey Hepburn (1929-1993): ÍÐILFAGRA Audrey Hepburn var gjarnan þekkt fyrir hina ævarandi fullkomnu stellingu, fallegan fótaburð sem bætti ekki bara öfundsverða beinabyggingu hennar heldur sögðu sérfræðingar jafnframt að hjálpaði og kæmi í veg fyrir meltingartruflanir, hægðatregðu og bak- og hálsverki. Audrey elskaði að ganga úti og fann sér iðulega ástæðu til að koma göngutúrum að inn í daglega áætlun sína. Til að viðhalda stelpulegri ímynd sinni var mataræði hennar, að því að sagt er, frekar einfalt. Aðallega ávextir og grænmeti, einstaka diskur af pasta eða plata af dökku súkkulaði sem sætmeti. Hennar síðasta brella til að halda sér fullkominni var góður síðdegisblundur.

Stjörnurnar áður fyrr

Jean Harlow (1911-1937) GLÆSILEIKINN Viðnámsæfingar með köðlum eða vírum voru í uppáhaldi hjá Jean Harlow og staðreyndin var að hún notaði þessar æfingarnar og varð glæsileg fyrirsæta fyrir dásamleg sundföt og gerði lífið enn skemmtilegra. Engu að síður átti leikkonan fræga erfitt með að viðhalda líkamsformi sínu og hún var þekkt fyrir að bæta á sig á milli kvikmynda. Í framhaldinu þurfti hún að taka upp strangt mataræði til að komast aftur í gott líkamlegt form. Þótt allir séu ekki beint samþykkir jó-jó-næringartækni hennar, er gott að vita til þess að ekki eru allar gyðjur fæddar fullkomnar.

ÿØÿà

Marlene Dietrich (1901-1992): FEGURÐARDÍSIN Marlene Dietrich fékk þann óheppilega heiður að vera ein af fyrstu leikkonum sem opinberlega var skipað að léttast af vinnuveitanda sínum og í framhaldi sett á léttara mataræði. Hún var skikkuð í sérstakan matarkúr sem innihélt soð, kotasælu og ristað brauð og sýndi skynsemi með þjálfun til að forma betur líkamsvöxtinn. Það sem hún gerði virkaði en hún var þekkt fyrir fallegt vaxtarlag sitt.

Stjörnurnar áður fyrr

Greta Garbo (1905-1990): GYÐJAN Uppáhaldsheilsuráð Gretu Garbo var að vera nakin í sólbaði hvern einasta eftirmiðdag. En ef það er ekki þinn stíll að strippa, þá var annað fegurðarleyndarmál hennar dagleg líkamsþjálfun í anda Spartverja. Garbo var einnig mikill aðdáandi þess að þramma um skóginn. Hin langlífa grænmetisæta var ekki of stíf með mataræði sitt en hún staðfesti að leyndarmálið bak við góða heilsu væri að að fá sér ætíð léttan morgun- og hádegisverð.

Stjörnurnar áður fyrr

Marilyn Monroe (1926-1962): KYNBOMBAN Hin fullkomna kynbomba, Marilyn Monroe, var betur þekkt sem leikkona og kynbomba en fyrir hæfileika sína í eldhúsinu. Ævisöguritarar fullyrða þó að Monroe hafi verið í fararbroddi í heilsusamlegu fæði. Auk þess að Marilyn hafi verið ein af fyrstu frægu konum sem vitað er um að hafi reglulega lyft lóðum. Samkvæmt gömlum kvittunum úr matvöruverslunum og frásögnum vina, var Monroe afar heimakær og hafði yndi af því að versla sjálf inn og elda hollan og ljúffengan mat heima hjá sér sem hún framreiddi á fallegan máta.

Séð og Heyrt hugsar um heilsuna.

Related Posts