Nýársdagur er einn notalegasti dagur ársins:

 

Allt jólastress yfirstaðið og fjölskyldan nýtur þess að slaka á. Eftir allar stórsteikurnar er gott að fá sér eitthvað létt og hollt að borða. Í matreiðslubókinni Af bestu lyst 4 er að finna fjölbreytta ljúffenga rétti eftir matgæðinginn Heiðu Björgu Hilmisdóttur.

 

Humarpítsa

Fyrir 4-5

Í staðinn fyrir humar má vel nota rækjur, túnfisk eða stinnan hvítan fisk.

 

%bold: Fylling

4 hvítlauksgeirar

2 msk. ólífuolía

8-10 litlir humarhalar, rækjur eða annað fiskmeti

 

%bold: Pítsubotn

2½ dl hveiti

1½ dl heilhveiti

3 tsk. lyftiduft

½ tsk. salt

1 tsk. pítsukrydd

2 msk. ólífuolía

1¼ dl vatn

½ dl pólenta-maísmjöl (eða hveiti)

 

1 lítil dós tómatkraftur

90 g rjómaostur

60 g mozzarella-ostur, rifinn

2 dl steinselja

1 askja kokteiltómatar

eða 3 stærri tómatar

klettasalat

 

Undirbúningur: 30 mínútur. Bökunartími: 20 mínútur. Í einum skammti af humarpítsu eru 450 hitaeiningar, 6,5 g mettuð fita og 2,5 g salt.

 

Saxið hvítlaukinn smátt og hrærið saman við ólífuolíuna. Skel- og garnahreinsið humarinn, leggið í skálina með hvítlauksolíunni og látið standa. Hitið ofninn í 200°C. Hrærið saman hveiti, heilhveiti, lyftiduft, salt og pítsukrydd með sleif í hrærivélarskál. Blandið olíu og volgu vatni saman við og hnoðið með hnoðkrók í hrærivélinni (eða í höndunum). Stráið smávegis af pólentu eða hveiti á borðið undir deigið og fletjið út frekar þunnt. Stráið pólentu eða hveiti á ofnplötu, setjið deigið á plötuna og bakið í 3 mínútur. Smyrjið tómatkrafti á pítsudeigið og setjið rjómaostinn hér og þar í smáklípum. Stráið mozzarella-ostinum yfir og bakið í 5-10 mínútur. Setjið þá humarinn á pítsuna, ásamt saxaðri steinselju og kokteiltómötum, og bakið í 3-5 mínútur. Stráið klettasalati yfir pítsuna áður en hún er borin fram.

 

lifi

Kjúklingasalat með sesamsósu

Fyrir 4

 

2 kjúklingabringur (eða afgangur af kjúklingi)

1 tsk. kjúklingakrydd

1 stór poki af spínati eða grænkáli

1 gúrka

250 g tómatar

½ rauðlaukur

1 rautt chili

1 mangó

2 dl fersk kóríanderlauf

lófafylli af þurrristuðum, ósöltuðum hnetum (til dæmis kasjú- eða pistasíuhnetum)

 

&bold: Sesamsósa

1 dl sítrónusafi

½ dl ólífuolía

½ dl tahini-mauk (eða sesamfræ)

2 msk. hunang

3 hvítlauksgeirar

¼ tsk. salt

¼ tsk. svartur pipar

 

Undirbúningur: 20 mínútur. Matreiðslutími: 40 mínútur. Í einum skammti af salati með sesamsósu eru 500 hitaeiningar, 4,5 g mettuð fita og 1,5 g salt

 

Kryddið kjúklinginn með kjúklingakryddinu og steikið eða grillið og skerið í bita. Hér er líka hægt að nota afganga af steiktum kjúklingi eða kaupa tilbúinn steiktan kjúkling. Þvoið spínat eða saxað grænkál og setjið í skál. Skerið gúrkuna í tvennt eftir endilöngu og skafið fræin úr henni með skeið. Skerið hana svo í sneiðar og setjið í skálina með spínatinu. Skerið tómatana í bita. Skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar og bætið hvorutveggja í skálina. Skerið chili-aldinið í tvennt, hreinsið burt öll fræ og saxið smátt. Afhýðið mangóið og skerið í bita. Saxið kóríanderlaufin gróft og blandið öllu varlega saman í skálinni. Leggið kjúklinginn ofan á og dreifið hnetunum yfir salatið. Berið salatið fram með grófu brauði og sesamsósunni.

Blandið saman öllum hráefnum sem eiga að fara í sósuna og maukið með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Smakkið og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk.

 

Related Posts