Eru þau á réttri hillu? Frægir í nýjum hlutverkum:

Það veltur á ýmsu hvaða starfsvettvang fólk velur sér og getur valið verið afdrifaríkt eins og gefur að skilja. Hér eru nokkur sem troðið hafa sömu slóðina lengi en hvað ef valið hefði verið annað?

_leonce

STRÆTÓBÍLSTJÓRINN Ef indverska söngdívan Leoncie væri ekki jafnmúsíkölsk og raun ber vitni hefði hún þurft að finna sér annan starfsvettvang. Hún hefði farið létt með meiraprófið og ekki orðið í vandræðum með að stjórna einum strætisvagni eða tveimur. En er Leoncie með bílpróf?

 

_armann

LÆKNIRINN Fagurkerinn og rithöfundurinn Ármann Reynisson tekur sig vel út í læknissloppnum. Hann hefur lag á að spjalla við fólk og það er oft besta lækninginn gegn minni háttar kvillum. En vilduð þið leggjast undir hnífinn hjá honum á skurðarborðinu?

Sjáið allar myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt!

 

Related Posts