Leoncie (68) mætti í partí í Laugarnesið:

FÍT, Félag íslenskra tónlistarmanna, hélt aðalfund sinn nýlega og að honum loknum bauð kvikmyndaleikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson til gleðskapar að skrautlegu heimili sínu í Laugarnesinu. Helst bar til tíðinda að tónlistarkonan Leoncie er gengin í félagið en hún hefur hingað til ekki vandað íslensku tónlistarfólki kveðjurnar.

Leoncie og Albert, eiginmaður hennar, voru hin hressustu í boðinu og slógu á létta strengi en stöldruðu þó ekki lengi við.

Sjáið allar myndirnar úr gleðinni í nýjasta Séð og heyrt.

Related Posts