Skopmyndir

LISTAMAÐUR: Bert teiknar lélegar skopmyndir og þrátt fyrir vinsældirnar lætur hann lítið fyrir sér fara.

Bert (32) er með jólagjöfina í ár:

Engilbert Friðbertsson gengur undir listamannsnafninu Bert og hann teiknar að eigin sögn skemmtilegar skopmyndir en selur þær undir nafninu Lélegar skopmyndir. Bert er huldumaður, frekar feiminn og segir ömmu sína hafa komið sér af stað í listinni.
Vinsæll „Amma mín var að skoða teikningarnar mínar og sagði að ég teiknaði mjög vel og vildi kaupa hjá mér eina mynd og svo voru fleiri í fjölskyldunni sem vildu kaupa jólamyndir af mér. Vinur minn sagði svo að ég gæti selt þessar myndir á Facebook og sýndi mér hvernig ég ætti að gera þetta,“ segir Bert og bætir við að það sé nóg að gera.

ÿØÿà

SIGMUNDUR DAVÍÐ: Bert er duglegur að teikna frægt fólk úr samfélaginu og hér má sjá mynd af forsætisráðherranum.

„Ég er með einhverjar 130 pantanir sem bíða þannig að ég er búinn að vera mjög þreyttur í hendinni upp á síðkastið og svo klóraði villiköttur mig í puttann og pissaði á gólfið þegar ég þurfti að ná í meiri pappír niðri í kjallara þannig að það hjálpaði ekki til.“

ÿØÿâ ICC_PROFILE

FJALLIÐ: Hafþór Júlíus er vinsælt umræðuefni og tilvalið viðfangsefni hjá Bert.

Vinsælasta jólagjöfin

„Þetta er vinsælasta jólagjöfin í ár. Það er alveg klárt. Fólki finnst þetta mjög fyndið en ég er svo sem ekkert að reyna að vera fyndinn. Vinur minn hjálpaði mér að finna nafn á búðina mína og ég skil ekki alveg af hverju hann valdi nafnið „Illa teiknaðar skopmyndir“ en það hefur virkað vel. Ég er búinn að taka yfir 150 pantanir í síðustu viku og það hafa nokkur fyrirtæki haft samband við mig og beðið mig um að teikna fyrir þau. Það var samt einn leiðinlegur hjá einu fyrirtækinu sem hrinti mér þegar ég var yngri þannig að ég vildi ekki teikna fyrir hann,“ segir Bert.

Skopmyndir

KAPPI: Hér má sjá myndina sem Bert teiknaði af Gunnari Nelson. Nú þyrfti kannski að bæta við tveimur glóðaraugum.

Gunnar Nelson ánægður með myndina

„Ég teiknaði mynd af Gunnari Nelson og sendi honum hana. Hann svaraði mér svo tveimur tímum fyrir bardagann og var mjög ánægður með hana en það hefur greinilega ekki verið gott því hann tapaði. Ég held ég sendi honum ekki aftur mynd af sér fyrir bardaga því það hjálpar greinilega ekki, svo lítur hann aðeins öðruvísi út núna eftir bardagann,“ segir Bert.

Skopmyndir

GÓÐUR: Athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson fékk eina mynd.

 

Skopmyndir

FLOTTUR: Kári Stefánsson er einn af þeim sem fær þann heiður að fá teikningu af sér.

Séð og Heyrt alla daga!

Related Posts