Valþór Ólason (54) hefur reynt ýmislegt:

Alvöru Hann er kallaður herra Hollywood og er eini Íslendingurinn sem á það viðurnefni skuldlaust. Valþór er einn þeirra sem stundaði Hollywood grimmt á sínum tíma og kom að ýmsu sem tengdist dagskrá staðarins. En hann kom ekki einungis við í Hollywood á Íslandi heldur bjó hann í borg englanna og átti feril í sjálfri kvikmyndapardísinni Hollywood.

 

hollí valþór

FYRIRHEITNA LANDIÐ: Valþór bjó í borg englana í nokkur ár og kom víða við á þeim tíma.

Víðförull „Ég hef komið víða við um ævina, hún hefur verið viðburðarrík og mér fellur aldrei verk úr hendi,“ segir Valþór Ólason sem heldur úti Facebook-síðu þar sem er að finna skemmtilegar myndir frá skemmtistaðnum Hollywood þegar hann var upp á sitt best.
Valþór var einn þeirra sem sóttu staðinn stíft og á þaðan góðar minningar líkt og margar dægurhetjur þess tíma. Hann safnaði saman ljósmyndum af lífinu í Hollý, setti þær inn á mjög vinsæla Facebook-síðu og stóð jafnframt fyrir Hollywood-balli fyrir nokkrum árum á skemmtistaðnum Broadway sem sló rækilega í gegn.

„Ég hef nú brallað ýmislegt, ég var í hjólaskautatríói, sá um tískusýningar á Goldie- og Blondie-kvöldum og rak fylgdarþjónustuna Mayfair. Ég hef rekið matsölustað, bílasölu og þotuskíðaleigu hér á landi og í Bandaríkjunum. Ég er framkvæmdaglaður og læt fátt stöðva mig.“

Fyrisæta og leikari í Hollywood

Ásta Garðarsdóttir, séð og heyrt, SH1508074343, Valþór Ólason, viðtal, Valþór, Hollywood, hjartagalli, hjartaaðgerð,

ATORKUSAMUR OG HRESS: Valþór er alltaf hress og stendur af sér brotsjó þegar þannig stendur á.

„Ég átti ágætis feril sem fyrirsæta bæði úti og hér heima. Ég var líka svo lánsamur að umboðsskrifstofan sem ég var hjá útvegaði mér stundum aukahlutverk í kvikmyndum. Ég var meðal annars í mynd með Eric Roberts sem er bróðir Juliu Roberts. Þetta var skemmtilegt og lærdómsríkt tímabil, stundum erfitt en það fá ekki allir tækifæri sem þetta.“

hollí valþór

LÉK MEÐ BRÓÐUR ROBERTS: Valþór var svo heppinn að leika aukahlutverk í kvikmyndinni Lonely Hearts sem skartaði Eric Roberts, bróður Juliu Roberts.

Það eru margir sem leggja land undir fót og reyna fyrir sér í borg tækifæranna en uppskera ekki. Valþór lét ekki stöðva sig og tók að sér fjölbreytt verkefni til að hafa salt í grautinn.

„Þeir fiska sem róa, ég er sáttur við þau tækifæri sem ég fékk. Ég starfaði lengi sem fyrirsæta eftir að heim kom. Ég tók íslensku leiðina, vann við það sem til féll, ég rak líka þotuskíðaleigu í Orange County með félaga mínum. Þannig að sitthvað hefur maður nú brallað.“

Valþór er alvanur skipulagningu á ýmsum skemmtunum, hann hefur um árabil séð um Ásbergsböllin í Reykjanesbæ og hann stóð að Hollywood-skemmtuninni á Broadway bæði árið 2009 og 2010. Það er aldrei lognmolla í kringum þennan orkubolta.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts