Yoko Onon (83) er boðberi friðar:

Hún hefur margsinnis sannað þann sannleik að oft velti lítil þúfa þungu hlassi. Yoko Ono er risastór þrátt fyrir að vera smá sem viðkvæmasti fugl en hún er eins og herdeild arna þegar hún tekur að sér verkefni. Yoko Ono er boðberi friðar og stimplaði sig inn sem okkar helsti Íslandsvinur fyrir áratug síðan þegar hún færði Íslendingum og heimsbyggðinni táknræna gjöf.

Mætti Það kvisaðist hratt á milli gesta að Yoko Ono myndi mæta á opnun sýningar hennar í Listasafni Reykjavíkur – hún kom – þegar henni hentaði. Fjölmargir sem ætluðu að berja hana augum misstu af tækifærinu þar sem frúin lét sjá sig þegar henni hentaði en ekki á tímabelti annarra. Sönn sjálfri sér að ferðast í friði þá gekk hún hæversklega inn í salinn í fylgd með syni sínum og John Lennons, Sean, sem studdi móður sína í gegnum þvöguna.

Þrátt fyrir mannmergðina og ákafa gesta í að ná snappi af frægðinni þá gaf Yoko sér tíma til að líta í vél og brosti kumpánlega til ljósmyndarans og hélt svo leið sinni áfram í fylgd sonar síns og Dags B. Eggertssonar, borargarstjóra Reykjavíkur. Dagskrá Lennon-fjölskyldunnar var nokkuð þétt en daginn eftir opnun sýningar hennar í Listasafni Reykjavíkur var siglt út í Viðey þar sem friðarsúlan var tendruð í tíunda sinn á fæðingardegi John Lennons heitins en hún mun lýsa fram að dánardegi hans sem er 8. desember. Sýning Yoko Ono er áhugaverð og höfðar til allra aldurshópa þar sem þátttaka gesta er hluti af listinni. Samtímis opnaði sýning á vekum Errós sem eru löngu orðinn hluti af menningareinkennum þjóðarinnar. Tvær góðar sýningar í Listasafninu sem allir ættu að drífa sig að sjá.

yoko

SVARTA EKKJAN: Yoko Ono klæðist iðulega svörtu og sést sjaldan án sólgleraugna.

yoko

LÍKA HEIMSFRÆG: Hollywood-leikkonan Chloë Sevigny var heiðursgestur RIFF hún lét góða listsýningu ekki fram hjá sér fara og mætti í fylgd Hrannar Marinóssdóttur, stjórnanda RIFF.

yoko

SPJALLAÐ Í SJÖU: Hjónin Eva Dögg og Bjarni Ákason missa ekki af góðri skemmtun. Bjarni, sem er maðurinn á bak við Apple-vörunar hér á landi, stóð á spjalli og var auðvitað með splunkunýjan síma í hendi. 

ÿØÿá ÑExif

RISASMÁ: Yoko Ono er kannski ekki hávaxin en hún er risi í svo mörgum skilningi þess orðs. Hún leit við á opnun sýningar sinnar í Listasafni Reykjavíkur og var í fylgd með syni sínum Sean Lennon og Degi B., borgarstjóra Reykjavíkur.

yoko

SONURINN SEAN: Hann er lifandi eftirmynd föður síns og þeir deila afmælisdegi, 9. október. Sean fer eigin leiðir í list og lífi en hann er oft í för með móður sinni við ýmis tækifæri. Klæðnaður hans vakti athygli gesta, séstaklega tættar ermar á peysunni sem litli Lennon kæddist.

SH-img_9867

ÍSLENSK LIST: Erla Þórarinsdóttir myndlistarkona er alltaf geislandi.

yoko

VIRÐULEG: Þorvaldur Gylfason hagfræðingur og Anna Karitas, eiginkona hans, voru glöð í bragði.

yoko

HIÐ LJÓSA MAN: Helga Olafsson leit við á sýninguna, hún var geislandi glöð.

yoko

FERÐALANGAR: Þær komu langt að, alla leið frá freðmýrum Jakútíu í Síberíu. Þessar glæsilegu konur klæddust þjóðbúningum sínum – en þær voru hér staddar á ráðstefnunni Artic Circle.

yoko

LIST FYRIR ALLA: Safngestir eru hluti af listinni og taka þátt í að skapa verkið sem er síbreytilegt.

yoko

„HERE IS LOOKING AT YOU KID“: Yoko Ono er sú svalasta á svæðinu, alltaf, líka á níræðisaldri.

yoko yoko

ÿØÿá  Exif

Í TOPPFORMI: Jóhann Sigmarsson, eða Jonni eins og hann er oftast kallaður, lætur ekki góða list fram hjá sér fara.

yoko

LEIKANDI LÉTTAR: Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, er alltaf leikandi létt og á lausu; stalla hennar Þórunn Sigurðardóttir var létt í skapi.

Séð og Heyrt fer á listsýningar.

 

Related Posts