Berglind Icy (38) lítur í kringum sig:

Berglind Ólafsdóttir hefur dvalið stærsta hluta ævi sinnar erlendis þar sem hún hefur aðallega starfað sem fyrirsæta. Berglind Icy, eins og hún nefnir sig, gerði tilraun til að flytja til Íslands fyrir nokkrum árum en er nú aftur flutt til Los Angeles. Hún dvaldi hér á landi yfir jólin og heimsótti vini og ættingja.

icy

DÖKKHÆRÐ BLONDÍNA: Berglind Icy er þekkt fyrir ljósa lokka sína, hún skartaði þó dökku hári um jólin sem fer henni sérstaklega vel.

Gleði ,,Ég nýt þess að vera heima um jólin, ég reyni að hitta eins marga vini og ættingja og ég get. Vinkona mín Gúrý sem býr í Danmörku er einmitt stödd á landinu til að kynna hönnun sína og ég kíkti að sjálfsögðu á hana,“ segir Berglind Icy sem skartaði dökku hári en ekki einkennandi ljósu.

Berglind flutti til Íslands og var búsett hér í tvö ár en vegna ferðlaga gekk það ekki til lengdar að búa hér.

,,Ég fór út tuttugu sinnum á þessum tveimur árum sem ég bjó hérna, það var of mikið stress þannig að ég gafst upp á því og flutti aftur út. Ég nýt þess frekar að koma í heimsókn og njóta þess að vera með fjölskyldunni í rólegheitunum á meðan ég hér. Það er skemmtileg tilviljun að vinkona mín Gúrý og Jónas, maðurinn hennar, eru einmitt á landinu á sama tíma. Þau búa í Danmörku og stoppa stutt, eru hér með sölusýningu á hönnun sinni.”

Á lausu

Berglind er sérstaklega glæsileg og það er ekki að sjá að hún sé að nálgast fertugt, hún er barnlaus og ekki í föstu sambandi. ,,Ég neita því ekki að ég er farin að kíkja í kringum mig, ég er að verða 39 ára. Hver veit nema að ég hitti þann eina rétta og helli mér á fullu í fjölskyldupakkann en það kemur allt í ljós,” segir Berglind sem mun flakka um heiminn í ár og sinna fjölbreyttum störfum.

 

icy

HVAR ER SÁ RÉTTI? Berglind Icy leitar að hinum eina sanna.

Sjáið allar myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt!

 

Related Posts