Manu Bennett (46) er heillaður af Íslandi:

Nýsjálenski leikarinn Manu Bennett er kominn með fótinn inn fyrir þröskuld Hollywood og heimsfrægðar, en hann hefur ekki áhuga á að dvelja mikið þar. Hann hefur fengið lof og athygli fyrir þau hlutverk sem hann hefur brugðið sér í og þykir vera ímynd karlmennsku og hetjuskapar. Hann vill hins vegar leika í kvikmyndum sem hafa tilgang og fá þjóðir heims til að færast nær hver annarri, skilja aðra og að við séum öll eins í grunninn. Hann er heillaður af Íslandi og telur að við þurfum að vernda landið og uppruna okkar. Hann tengir fast við eigin rætur og segist vera fjarskyldur ættingi okkar, víkinganna í norðri, sjálfur maóríinn, víkingurinn úr suðri. Það var því tilvalið að hitta hann og taka spjall við hann í Landi guðanna á kaffihúsinu Loka.

25. tbl. 2016, Hollywood, leikari, Manu Bennett, SH1607047779, Spartacus

EKKI LEIÐUM AÐ LÍKJAST Manu stillti sér upp á milli Loka og Freyju, sem lifna við í mögnuðu listaverki sem prýðir aðra hæð kaffihússins Loka. Manu var hrifinn af sögunni sem þar birtist í myndum og spurði um Loka, hvort að hann væri sá slæmi.

Heimshornaflakkari Manu er fæddur á Nýja-Sjálandi og er af maórískum ættum, en faðir hans er maóríi og Íri, en móðir hans af skoskum ættum. Hann er stoltur af uppruna sínum og langalangafa sínum, Pokiha Taranui, sem var höfðingi ættbálks síns. Hann flutti ungur til Ástralíu og er uppalinn þar og hafði aldrei ferðast til annarra landa fyrr en hann varð 18 ára. „Ég vann fyrirsætukeppni og verðlaunin voru ferð til London,“ segir Manu. Hann ferðast hins vegar um allan heim í dag og áður en hann kom í síðustu Íslandsheimsókn var hann í Berlín í Þýskalandi og Blackpool á Englandi á undan og eftir nokkurra daga stopp hér hélt hann til New York. Hann er þó alls ekki búinn að fá nóg af Íslandi og hyggst koma fljótt aftur, enda tengir hann vel við land og þjóð.

13581936_10153514653727471_1417782343196583989_o

ÁFRAM Í PEYSUNNI GÓÐU Manu lét peysuna sem hann skiptist á við Elliða ekki frá sér og á næstu myndum hans á ferð um Suðurlandið skartar hann henni. Hér er hann við Gljúfurábúa.

13592551_10154355556314181_8716879560529335074_n

SJÓSUND AÐ HÆTTI EYJAPEYJA Þeir félagar Manu og Elliði gerðu gott betur en að skiptast á peysum. Klukkan 6 um morgun fóru þeir í sjósund inn í Klettshelli. „Ég þoli kulda ágætlega,“ segir Elliði en gæinn hafði ekkert fyrir því að vera í sjónum í rúmlega 30 mínútur.“ Manu ákvað síðan að príla upp kletta eftir sundið með þeim afleiðingum að hann hruflaði sig aðeins á fæti en hann lét það ekkert stöðva frekari ferð sína um suðurlandið.

13567413_10153848674733458_8405581391101692487_n

BÆJARSTJÓRINN KVADDUR AÐ NÝSJÁLENSKUM SIÐ Á ferð sinni til Eyja hitti Manu bæjarstjóra Vestmanneyja, Elliða Vignisson. Svo vel fór á með þeim félögum að þeir skiptust á peysum: Manu fékk handprjónaða lopapeysu sem mamma Elliða prjónaði og Elliði fékk peysuna sem Manu var nýbúinn að kaupa sér. Ákvað Manu að heilsa og þakka Elliða fyrir að nýsjálenskum sið.

Kynntist Íslandi fyrir slysni
„Þegar ég kom fyrst til Íslands þá gerðist það óvart að ég var fastur hér í millilandaflugi frá París vegna verkfalls Air France,“ segir hann og brosir. Síðan þá hefur hann komið fjórum sinnum til Íslands. Hann hefur varið mestum tíma í höfuðborginni en keyrði þó með vini sínum hringinn um Ísland. Og með tveimur öðrum vinum fór hann á Goslokahátíð í Eyjum og skemmti sér konunglega.

Á hringferð sinni um landið stoppaði Manu meðal annars á bar nálægt Akureyri.
„Ég gekk inn og þar sátu fjórir íslenskir víkingar og horfðu á þennan ókunnuga mann sem gekk inn. Ég heilsaði þeim og einn þeirra spurði mig hvort að ég hefði ekki leikið í Spartacus. Ég játti því og eftir það fór vel á með okkur og við tókum spjall saman,“ segir Manu.

„Uppáhaldsstaðurinn minn á Íslandi er Dynjandi,“ segir Manu. Þó að hann sé sjálfur ferðamaður, þá hefur hann tekið eftir hvað straumurinn af þeim hingað er mikill. „Ég hef áhyggjur af hvað gerist þegar Ísland opnar dyr sínar að fullu fyrir ferðamönnum. Ég hef áhyggjur af að þið munið glata einkennum ykkar.“ Hann er heillaður af Íslandi og fólkinu sem hér býr og hann hefur kynnst, „þið eruð heilsteypt, þið eruð með gullfalleg gen, þið takið vingjarnlega á móti öllum sem hingað koma.“

13603409_10153518384417471_7446335657627038004_o

HEILSAÐI UPP Á GUMMA BEN Manu fylgdist með gengi Íslands á EM. Hér heilsar hann upp á lýsandann sem er orðinn heimsþekktur, sjálfan Gumma Ben.

Áföllin sem mótað hafa manninn
Móðir Manu var fegurðardrottning í Ástralíu og faðir hans var söngvari. Hann á eina systur, en þegar Manu var 15 ára lenti hann í bílsslysi með móður sinni og bróður. „Ég hentist úr bílnum og lá í dái í tvær vikur,“ segir Manu. Bæði móðir hans og bróðir létust í slysinu. Hann segir að svona atburður hafi mótað hann fyrir lífstíð en það sem mótaði hann ekki síður var það sem gerðist eftir slysið. „Þegar ég vaknaði úr dái sat versti óvinur minn við rúmstokkinn. Strákur á svipuðum aldri og ég sem hafði alltaf verið reiður og upp á kant við allt og alla.“ Manu komst þarna að því að þessi strákur hafði einnig misst móður sína þegar hann var ungur. „Þarna skildi ég loksins af hverju þessi óvinur minn hafði búið yfir allri þessari reiði.“ Andlát ástvina Manu varð til að þeir sættust.

Eftir slysið þurfti Manu að takast á við sorgina og hann fann útrás fyrir hana í leiklistinni. „Kærastan mín þá var ballettdansari og ég fór í prufur fyrir hlutverk í West Side Story. Þarna fann ég farveg til að takast á við sorgina og beina tilfinningum mínum í jákvæðan farveg. Leiklistin var það sem bjargað mér,“ segir Manu.

Manu sjálfur bjó þó yfir ákveðinni reiði. „Þegar ég hóf að leika Crixus í Spartacus komu framleiðendur þáttanna að máli við mig og sögðu; „af hverju ertu að leika hann svo reiðan?“ segir Manu og útskýrði að hann vildi sýna áhorfendum af hverju persónan væri svona og hvernig hún myndi þróast í þáttunum.

13575524_10153518691167471_800771653_o

HÖFÐINGI ÆTTBÁLKS MAÓRÍA Manu er einstaklega stoltur af uppruna sínum og maórískum ættum sínum. Langalangafi hans, Pokiha Taranui, var foringi ættbálks síns.

 

Vill ekki taka hvaða hlutverk sem er
„Ég hef ekki áhuga á að leika í kvikmyndum sem eru áróðursmyndir, ég hef ekki áhuga á að leika hermann sem drepur menn með köldu blóði til að sýna fram á að ein þjóð sé góða þjóðin og önnur sú vonda,“ segir Manu. „Ég vil leika í myndum sem skipta máli, sem færa þjóðir saman, fremur en sundra þeim.“ Manu segir Bandaríkin ekki lengur aðalrisann í bransanum, Kína og Þýskaland séu líka að koma sterk inn, þó að vissulega séu mestu peningarnir og mesta markaðssetningin enn þá í Bandaríkjunum.

Manu hefur lagt sig fram um að kynnast Íslendingum sem vinur þeirra en ekki bara gestur og stóð hann til dæmis á Arnarhóli og fylgdist með þegar Ísland tapaði gegn Frökkum á EM. „Það er frábært hversu langt liðið komst.“ Spurður um hvort að hann hefði áhuga á að leika hlutverk einhverrar hetjunnar úr Íslendingasögunum svarar hann, „Ég myndi vilja sjá Fjallið leika Axlar-Björn,“ segir Manu og rekur síðan sögu hans og greinilegt er að hér fer maður sem hefur meiri áhuga á Íslandi en einungis yfirborðinu.

25. tbl. 2016, Hollywood, leikari, Manu Bennett, SH1607047779, Spartacus

ER MIKILL SÖGUMAÐUR Manu er sjálfur byrjaður að skrifa og hefur ekki síður gaman af því að segja söguna eins og að leika hana.

25. tbl. 2016, Hollywood, leikari, Manu Bennett, SH1607047779, Spartacus

HEFUR KYNNST SORGINNI: Manu stillir sér upp við verk Einars Jónssonar, Sorg, en Manu kynntist sorginni sjálfur sem unglingur, þegar hann missti móður sína og yngri bróðir í bílslysi þegar hann var 15 ára.

 

Manu hefur leikið fjögur hlutverk sem hann hefur vakið athygli fyrir á heimsvísu, en hann hefur leikið í nokkrum vinsælum sjónvarpsseríum í Nýja Sjálandi sem náðu aldrei sýningu út fyrir heimalandið. Hann vekur athygli þegar hann gengur um götur Reykjavíkur og mörgum finnst hann kunnuglegur, en kveikja kannski ekki strax á hver hann er. Íslenskir áhorfendur ættu að þekkja hann helst fyrir þessi hlutverk:

0GM1edp

SKYLMINGARÞRÆLLINN: Skylmingaþrællinn Crixus í sjónvarpsþáttunum Spartacus. Um er að ræða fjórar míniseríur sem teknar voru upp í Nýja Sjálandi og sýndar 2010-2013. Þættirnir fjalla um skylmingaþrællinn Spartacus sem leiddi þrælauppreisn gegn Rómverjum.

manuagain

SÉRA MINN: Hann lék prestinn Allanon í sjónvarpsþáttunum The Shannara Chronicles, þættirnir sem teknir eru upp í Nýja Sjálandi og sýndir á MTV, eru byggðir á metsölubókaflokki Terry Brooks og fjalla um baráttu góðs og ills. Tökur á annarri seríu hefjast í janúar á næsta ári.

colton-haynes-stephen-amell-shirtless-arrow-posters-03

VONDI KALLINN: Illmennið Slade Wilson/Deathstroke í sjónvarpsþáttunum Arrow. Þættirnir sem teknir eru upp í Vancouver í Kanada fjalla um hinn forríka Oliver Queen sem berst gegn glæpamönnum með boga og örvar að vopni í dulargeri Arrow. Manu lék einn af erkióvinum hans í seríum eitt og tvö.

AZOG_READY

FLOTT RÖDDIN: Hann var Azog foringi Orka í þríleiknum The Hobbitt sem var í leikstjórn Peter Jackson. Myndirnar eru byggðar á samnefndri bók J. R. R. Tolkien og þrátt fyrir að Manu sé óþekkjanlegur í hlutverki sínu fékk hann mikið lof frá leikstjóranum sjálfan fyrir túlkun sína. Rödd hans var sú eina sem hélt sér í öllum löndum. Meðan aðrir leikarar voru talsettir á ýmsumt tungum, var rödd hans ekki breytt og þó að hann hafi talað gervimál þekkja hann margir á röddinni.

 

Séð og Heyrt – viðtöl í hverri viku.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Related Posts