Hollenska leik- og ævintýrakonan Manon Ossevoort, 38 ára gömul, náði á Suðurpólinn fyrir helgina eftir að hafa ekið þvert yfir Suðurskautsísinn á dráttarvél. Um var að ræða dráttarvél af gerðinni Massey Ferguson MF 5610.

Ökuferð Manon yfir ísinn tók 17 daga enda vegalengdin um 2.500 km. Þegar á sjálfan pólinn var komið faðmaði Manon dráttarvélina yfirkominn af tilfinningum. „Að eiga sér drauma er fallegt en að sjá þá rætast er mjög sérstök tilfinning,“ segir Manon.

Manon, sem hefur viðurnefnið Dráttarvélastúlkan, hóf aksturinn á Suðurpólinn frá heimili sínu í Hollandi. Ekið var suður Evrópu og síðan suður Afríku til Cape Town. Alls ók Manon dráttarvél sinni 38.000 km á þessu ferðalagi.

Related Posts