Tónlistarmaðurinn, eigandi RIGG viðburða og einn af eigendum skemmtistaðarins Græna herbergið í Lækjargötu, Dalvíkingurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson er löngu orðinn að þjóðareign. Síðustu tónleikar RIGG voru heiðurstónleikar Freddie Mercury sem hefði orðið 70 ára og haldnir voru í Hörpu 3. september og Hofi 10. september síðastliðinn. Friðrik Ómar opnar myndaalbúm sitt fyrir lesendum Séð og Heyrt.

14258274_10154237697069584_42638803299396863_o

GARGANDI GAUKAR: „Ég ásamt æskuvinum mínum 1993 í fyrstu hljómsveitinni okkar.“ Efri röð: Einar Örn, Friðrik Ómar, Hilmir Freyr, Gunnar. Neðri röð: Snorri og Davíð Ingi.

14289860_10154237696894584_8271370147571881529_o

EUROBANDIÐ: „Þessi er tekin rétt áður við stigum á svið fyrsta kvöldið okkar í höllinni í Belgrad 2008. Við Regína Ósk ásamt Guðrúnu Gunnars, Pétri Erni, Grétari Örvars og Heru Björk.“

14379765_10154237696784584_918244957880707000_o

HIRÐLEIKARI RIGG: „Hér erum við félagarnir ég og Kristján Grétarsson, sem er gítar-hirðleikari RIGG viðburða, baksviðs í Hörpu. Ég í hlutverki tónleikahaldarans, í símanum og nóg að gera.“

14379712_10154237697169584_7629376457847079089_o

STÓRAFMÆLISTÓNLEIKAR: „Ég hélt afmælistónleika í Hofi, Akureyri, í október 2011 þegar ég varð þrítugur og flutti þar mikið af frumsömdu efni.“

14372308_10154237697029584_6957626995716284373_o

FISKIDAGURINN: „Hér er ég ásamt Matta Matt og Eyþóri Inga rétt eftir Fiskidagstónleikana á Dalvík núna í ágúst. Ég held ég hafi sleppt úr einum Fiskidegi í 15 ár.“

14324297_10154237697224584_2131889123705627120_o

SENDIRÁÐSBOÐ: „Við Ármann Skæringsson, kærastinn minn, erum hér í boði hjá Guðmundi Árna Stefánssyni, þáverandi sendiherra Íslands í Stokkhólmi. Ég hélt tónleika í Göta Lejon.“

14324195_10154237697374584_4058251455919539792_o

BRÓÐIR OG TROMMUKENNARI: „Halli bróðir kenndi mér á trommur, ég var svona 5-6 ára þegar ég byrjaði að fikta á þær hjá honum.“

14362441_10154237696844584_7310763007744946159_o

PAKKAFLÓÐ: „Þessi var tekin jólin 1984 í Steinsstöðum í Öxnadal hjá ömmu og afa. Pakkafjörið alveg að hefjast.“

14310361_10154237696759584_1483011644053219076_o

LÖGGULAG: „Hér tökum við pabbi, Hjörleifur Halldórsson, lagið saman á afmælistónleikunum mínum. Við sungum löggusönginn úr söngleiknum Rjúkandi ráð eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni.“

14289934_10154237696944584_8513231330199954865_o

FERMINGARDRENGUR: „Hér er ég á fermingardaginn 4. júní 1995 með pabba og ömmu minni heitinni, Svanhvíti Jónsdóttur frá Steinsstöðum í Öxnadal.“

14305341_10154237696649584_2012471116638787926_o

LIÐTÆKUR VIÐ SETTIÐ: „Hér er ég átta ára gamall og orðinn nokkuð efnilegur miðað við aldur.“

Sjá einnig: Vignir Snær lítur til baka.

Sjá einnig: Græna herbergið opnar.

Séð og Heyrt elskar að skoða myndaalbúm.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Related Posts