EKKI EIGINMAÐURINN – TVÖFALDUR VARAMAÐUR

árshátíð alþingis

Í síðasta tölublaði Séð og Heyrt urðu þau mistök að Friðbirni Hauki Guðmundssyni, eiginmanni þingkonunnar Þórunnar Egilsdóttur, og Hjálmari Boga Hafliðasyni var ruglað saman. Hið rétta er að Hjálmar Bogi mætti sem staðgengill eiginmanns Þórunnar en hann sat á þessum tíma sem varamaður fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Hjálmar Bogi gerði stólpagrín að þessum mistökum og vildi taka fram að hann væri einhleypur. Beðist er velvirðingar á þessum misskilningi.

Séð og Heyrt gerir lífið skemmtilegra – og stundum mistök!

Related Posts