Lína Birgitta Camilla (23) er farsæl:

 

Lína Birgitta hefur þrátt fyrir ungan aldur náð að koma upp farsælu fyrirtæki, fataversluninni Define the line. Verslunin byrjaði sem lítil netverslun sem var með höfuðstöðvar sínar í stofunni heima hjá Línu en hefur nú flutt sig í Borgartúnið.

 

ÚTGEISLUN: Lína hefur einstaka útgeislun.

ÚTGEISLUN:
Lína hefur einstaka útgeislun.

„Þetta byrjaði þannig að ég lenti í veikindum árið 2013 og þurfti að hætta að vinna. Þegar mér byrjaði að leiðast þá ákvað ég að opna netverslun þar sem ég sérpantaði fatnað af erlendum síðum og fékk sendan hingað heim,“ segir Lína Birgitta en hún hefur nú starfrækt verslunina Define the line í tvö ár með góðum árangri. Lína segist fljótt hafa gert sér grein fyrir því hvaða föt væru vinsæl og ættu vel við landann.

Sögur hafa verið á kreiki um að Lína sé í sambandi við einn ástsælasta söngvara landsins, Sverri Bergmann. Hún gefur lítið fyrir þessar sögusagnir. „No komment,“ segir hún og brosir út í annað.

 

Sjá meira í nýjasta Séð og Heyrt – á næsta blaðsölustað.

Related Posts