Lína Birgitta Camilla (23) er farsæl:

SH-img_6664

BYRJAÐI SMÁTT: Lína byrjaði að selja vörur í stofunni heima hjá sér.

Lína Birgitta hefur þrátt fyrir ungan aldur náð að koma upp farsælu fyrirtæki, fataversluninni Define the line. Verslunin byrjaði sem lítil netverslun sem var með höfuðstöðvar sínar í stofunni heima hjá Línu en hefur nú flutt sig í Borgartúnið.

Metnaðarfull „Þetta byrjaði þannig að ég lenti í veikindum árið 2013 og þurfti að hætta að vinna. Þegar mér byrjaði að leiðast þá ákvað ég að opna netverslun þar sem ég sérpantaði fatnað af erlendum síðum og fékk sendan hingað heim,“ segir Lína Birgitta en hún hefur nú starfrækt verslunina Define the line í tvö ár með góðum árangri. Lína segist fljótt hafa gert sér grein fyrir því hvaða föt væru vinsæl og ættu vel við landann.

„Ég byrjaði að selja fötin í stofunni hjá fyrrverandi kærasta mínum. Með tímanum byrjaði traffíkin að aukast og hann varð fljótt leiður á því að hafa endalaust af konum að máta föt í stofunni hjá sér. Hann hvatti mig til þess að leita mér að stærra húsnæði. Ég gerði það og endaði með því að leigja mér bílskúr. Síðan þremur mánuðum seinna bauðst mér fínt húsnæði í Borgartúni. Ég ákvað að henda mér bara beint í djúpu laugina og sjá hvað myndi gerast, þetta heppnaðist síðan allt saman.“

Lína segir að helsti kúnnahópurinn séu skvísur á aldrinum 16 til 30 ára. „Þó að við séum með þennan ákveðna markhóp þá erum við alltaf að taka á móti fólki sem er fyrir utan þennan aldurshóp og það fer alltaf jafnánægt út með einhverjar fallegar flíkur.“

Lína hefur lært mikið, að eigin sögn, af búðarrekstri og segir reynsluna dýrmæta. „Að mínu mati er reynslan mun dýrmætari en nám. Ég byrjaði á þessu með því hugarfari að fara bara í einhvern búðarleik en hef lært mikið og öðlast reynslu sem ég mun alltaf búa að. Ég byrjaði í mínus 400 þúsund krónum en náði að losa mig við það og lagði líka alltaf smávegis til hliðar sem ég notaði síðan til að opna verslunina.“

Lína heldur einnig úti einu vinsælasta bloggi landsins, linethefine.com. „Ég er á fullu að skrifa inn á bloggið og það er heljarinnar vinna. Ég er mjög ánægð með það og það fer ört stækkandi.“

Sögur hafa verið á kreiki um að Lína sé í sambandi við einn ástsælasta söngvara landsins, Sverri Bergmann. Hún gefur lítið fyrir þessar sögusagnir. „No komment,“ segir hún og brosir út í annað.

Lína Birgitta Camilla

FYRIRMYND: Lína er sannkölluð fyrirmynd fyrir ungar stelpur.

 

SH-11007462_101531145453014

SMART: Lína er ávallt smart og vel til höfð

Lína Birgitta

ÚTGEISLUN: Lína hefur einstaka útgeislun

Lína Birgitta

GÓÐ: Lína flott á bak við búðarborðið

Lína Birgitta Camilla

FARSÆL: Lína rekur flotta fataverslun þrátt fyrir ungan aldur.

 

MYNDIR: BJÖRN BLÖNDAL

Related Posts