Bandaríska stjónvarpsstöðin CBS hefur staðfest að síðasti Late Show þátturinn með David Letterman verður sýndur þann 20. maí á næsta ári. Fyrr í ár hafði verið tilkynnt um yfirvofandi starfslok Letterman sem orðinn er 67 ára gamall en hann hefur stjórnað Late Show þáttunum í 32 ár.

Letterman hóf feril sinn með þáttinn Late Night á NBC sjónvarpsstöðinni í febrúar 1992. Ári síðar fluttist hann yfir til CBS og tók við Late Show þar af Jay Leno í kjölfar þess að Leno leysti Johnny Carson af sem stjórnandi Tonight Show.

Leslie Moonves forstjóri CBS segir að Letterman eigi að baki skínandi feril sem aldrei muni gleymast. “Það verður erfitt að segja bless við Letterman en við munum njóta þáttanna með honum sem eftir eru fram í maí,” segir Moonves.

Búið er að ákveða að Stephen Colbert taki við af Letterman.

Related Posts