Mark Wahlberg náði einnig milljarð dollara markinu:

Leikkonan Jennifer Lawrence er á toppi listans yfir þá leikara sem leikip hafa í söluhæstu myndum ársins. Kvikmyndir með henni í hlutverki höluðu inn 1,4 milljarða dollara, eða í kringum 150 milljarða kr., á liðnu ári. Það er einkum góður gangur í miðasölunni í Bandaríkjunum á nýjustu myndina um Hungurleikana, The Hunger Game: Mockingjay 1, og nýjustu X-Men myndina Days Of Future Past sem skilaði Lawrence þessu toppsæti.

Chris Pratt er í öðru sæti listans en myndir hans, m.a. Guardians Of The Galaxy náðu sölu upp á 1,2 milljarða dollara. Í þriðja sæti er svo Scarlett Johanssson með 1,18 milljarða dollara en hún lék m.a. Í Captein America: The Winter Soldier. Mark Wahlberg var svo fjórði leikarinn í myndum sem náðu einum milljarði dollara í tekjur á heimsvísu árinu.

HUNGUR: The Hunger Game: Mockingjay 1 hefur náð 333 milljón dollara tekjum í Bandaríkjunum.

HUNGUR: The Hunger Game: Mockingjay 1 hefur náð 333 milljón dollara tekjum í Bandaríkjunum.

 GOTT ÁR: Scarlet Johanssson átti gott ár með enn einni Marvel Comics mynd.


GOTT ÁR: Scarlet Johanssson átti gott ár með enn einni Marvel Comics mynd.

EIN MYND: Að baki árangurs Mark Wahlberg er aðeins ein mynd, Transformers: Age Of Extinction.

EIN MYND: Að baki árangurs Mark Wahlberg er aðeins ein mynd, Transformers: Age Of Extinction.

Related Posts