Sannleikurinn hefur lag á að leita út um síðir og það er víðar en á Íslandi sem börn fæðast án þess að endilega hafi verið búist við þeim. Hinir frægu og ríku eru ekkert óvanir því að upp dúkki fólk sem segist börn þeirra, oftast í þeim tilgangi að hafa út úr þeim fé. En stundum er þetta rétt. Lítum á nokkur launbörn stjarnanna.

 

STUTT ÁSTARÆVINTÝRI BER ÁVÖXT:launbörn

Jude Law átti í stuttu ástarsambandi við fyrirsætuna Samönthu Burke árið 2009. Hún varð ófrísk eftir hann en hann hitti ekki stúlkuna sína litlu fyrr en hún varð sex mánaða. Aldrei hefur fengist uppgefið hvort það var vegna þess að hann vildi það ekki en að minnsta kosti var hann ekki tilbúinn til að gangast við henni opinberlega umsvifalaust.

Jude var kvæntur Sadie Frost til ársins 2003 og þau eiga þrjú börn saman. Hann tók saman við Siennu Miller ári síðar en þeirra samband sprakk hins vegar þegar Jude svaf hjá barnfóstrunni sem gætti barna hans. Fimmta barn hans kemur svo í heiminn í vor en það á hann með fyrirsætunni Catherine Harding en þau hafa slitið samvistum.

 

VILDI HLÍFA BÖRNUNUM VIÐ FJÖLMIÐLAFÁRI: launbörn stjarnanna

Clint Eastwood eignaðist dóttur með dansaranum Roxanne Tunis árið1964. Kimber litla ólst upp hjá móður sinni og Clint hafði ætíð samband við hana þótt hann gengist ekki við henni opinberlega fyrr árið 1996. Á níunda áratug síðustu aldar eignaðist hann einnig tvö börn með með Jacelyn Reeves, flugfreyju og þeim var haldið leyndum til ársins 2002.

Sjálfur hefur hann sagt að hann hafi viljað hlífa börnum sínum við því fjölmiðlafári sem fylgdi óhjákvæmilega því að eiga svo frægan föður. Eastwood-systkinin eru alls sjö, en auk þessara þriggja á hann tvö börn með fyrri eiginkonu sinni Maggie Neville Johnson og eitt með seinni konunni Dinu Ruiz. Hann á líka dóttur með Frances Fisher sem hann bjó með í nokkur ár. Eftir að Dina skildi við hann fyrir tveimur árum hefur hann sést með Ericu Tomlinson-Fisher en nýjustu fregnir herma að hann búi með konu að nafni Christina Sandera en hún er á fimmtugsaldri og því ekki alveg útilokað að við bætist fleiri börn.

ÞARF AÐ ÝTA VIÐ SUMUM:

VI-dreamstime_xl_25925797Steve Jobs, stofnandi Apple, átti barn með kærustu sinni Chris-Ann Brennan árið 1977. Hann neitaði að gangast við henni því hann trúði ekki að hann væri faðirinn. Seinna virðist hann þó hafa áttað sig því hann studdi hana til háskólanáms í Harvard og Lisa Jobs starfar í dag sem blaðamaður og rithöfundur.

Eddie Murphy á barn með Melanie Brown úr Kryddpíunum en neitaði að faðerninu til að byrja með. DNA -próf sýndi fram á að hann væri það sannarlega en þrátt fyrir það hefur hann ekkert viljað skipta sér af litlu stúlkunni.

Steven Bing átti í ástarsambandi við Elizabeth Hurley og þau eignuðust son árið 2001. Steven neitaði að vera faðirinn en DNA-próf sannaði svo að ekki varð um villst að hann átti drenginn.

AÐLAÐANDI RÁÐSKONUR:

launbörnMikla athygli vakti þegar upp komst árið 2011 að Arnold Schwarzenegger átti þá fjórtán ára son. Móðirin var ráðskona þeirra hjóna, Mariu Shriver, og hans. Í kjölfarið skildi Maria við hann en Arnold hefur gert sitt besta til að byggja brýr og í viðtali í fyrra svaraði hann aðspurður hvað það væri sem hann væri síst hreykinn af í starfi sínu: „Ég er síst stoltur af því sem gerði sem leiddi til að fjölskylda mín splundraðist.“

Robin Gibb, einn hinna frægu áströlsku Gibb-bræðra, og höfundur margra laganna úr Saturday Night Fever átti barn með ráðskonu sinni, Claire Yang. Kona hans, Dwina Murphy, gaf yfirlýsingu til fjölmiðla og sagði að þau væru í opnu sambandi. Robin lést árið 2011 úr lungnabólgu eftir að hafa lengi barist við vanheilsu vegna stíflaðs ristils. Bróðir hans, Maurice, átti við sama vanda að etja og dó úr hjartaáfalli á leið á skurðarborðið.

Related Posts