Tanya Dimitrova (46) í stuði:

dans í hafnarfiðir

ÁHRIFAMIKIÐ: Glæsilegar dansdívur sem sýndu vængjadans við upphafsstef kvikmyndarinnar Rocky. Áhrifamikið atriði sem vakti verðskuldaða athygli.

Mikið líf og fjör var á hrekkjavökuhátíð í miðbæ Hafnarfjarðar en bærinn breyttist úr vinalegu þorpi í skemmtilegan draugabæ. Margt var til gamans gert og voru ýmsar furðuverur á kreiki. Tany og Zumba-dívurnar frá Heilsuskóla Tanyu sýndu flottan vængjadans innan um glaða gesti og óhugnanleg skrímsli.

Gaman „Við skemmtum hér á hrekkjavökunni í fyrra og það gekk svo vel að við vorum beðnar um að koma aftur,“ segir Tanya Dimitrova frá Heilsuskóla Tanyu.

Það vakti athygli gesta að dansdívurnar dönsuðu vængjadans en dans af því tagi þekkist frekar á danssýningum í Las Vegas en á göngum verslunarmiðstöðva á Íslandi.

dans í hafnarfirðir

VÆNGJASLÁTTUR: Tanya og danshópur hennar komu á óvart og sýndu flottan og kraftmikinn dans.

„Við fengum frábærar viðtökur við dansinum. Vængirnir eru svo litríkir og glitrandi, allt öðruvísi dans en fólk er vant að sjá hér á landi. Þetta er svo skemmtilegt, við látum ekkert stoppa okkur, dönsum með grímur, hárkollur og í búningum. Við erum sífellt að gera eitthvað nýtt og óvænt,“ segir Tanya sem stýrir Zumba-dívunum.

Related Posts