KSÍ hefur gert samning við Herragarðinn um jakkaföt handa öllum landsliðsmönnunum í knattspyrnu þegar haldið verður á Evrópumótið í Frakklandi í sumar.

Jakkafötin verða sérsaumuð og sniðinn á hvern landsliðsmanna en það er ný þjónusta hjá Herragarðinum sem stendur reyndar öllum til boða. Unnið er í samvinnu við hollenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sérsaumi og á verksmiðju í Marokkó sem sinnir því.

Þriðja kynslóð eigenda hollenska fyrirtækisins kom hingað til lands fyrir skemmstu til að kenna Herragarðmönnunum helstu trikin í faginu en fyrirtækið var stofnað skömmu eftir lok síðari heimstyrjaldarinnar, eða 1948.

Að sögn Aðalsteins Jóns Bergdal aðstoðarverslunarstjóra í Herragarðinum fer verð jakkafatanna mjög eftir efni og sniði en algengt verð er á bilinu 100 – 150 þúsund krónur.

KSI-og-Herragardurinn-2015-

FLOTT: Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, afhendir Vilhjálmi Svan Vilhjálmssyni, verslunarstjóra Herragarðsins í Kringlunni, landsliðstreyju í tilefni af samningnum.

Related Posts