Myndatökur bannaðar á Kex:

guðjón þórðar

VELKOMINN: Tveir starfsmenn Landbankans bjóða ljósmyndara Séð og Heyrt velkominn í hófið rétt áður en myndatökur voru bannaðar.

kex hostel

KEX: Vel valinn staður fyrir viðskiptavinaboð Landsbankans.

Lúxus Landsbankinn var með hóf fyrir valda viðskiptavini á Kex hostel á Skúlagötu í síðustu viku þar sem framtíðarmöguleikar í lánveitingum voru meðal annars kynntir. Fjölmargir bílasalar fengu boðskort enda sneri hluti af kynningunni að nýjum bílalánum í takt við þau sem tíðkuðust fyrir hrun.
Veitingar voru glæsilegar, áfengi og matur eins og hver vildi hafa eða eins og einn bílasalinn í gestahópnum orðaði það: „Þetta er eins og að vera kominn í tímavél stillta á 2007.“
Þegar ljósmyndari Séð og Heyrt birtist var honum vel fagnað af tveimur starfsmönnum bankans og boðinn velkominn en áður en hægt var að munda vélina komu skilaboð frá markaðsdeild bankans um að myndatökur væru bannaðar.
Hófið hélt því áfram prívat þótt Landbankinn sé ekki prívat heldur ríkisbanki.

Nýtt Séð og Heyrt í hverri viku!

Related Posts