Lamar Odom (36) á batavegi:

Körfuboltamaðurinn Lamar Odom er allur að koma til eftir að hafa fundist meðvitundarlaus á hóruhúsi í Nevada, seint á síðasta ári.

Khloe Kardashian, eiginkona Lamar, segir körfuboltamanninn vera á réttri leið í endurhæfingu sinni þó enn sé langur vegur eftir.

„Það er þungu fargi af okkur létt. Þetta var skelfilegt og enginn vissi fyrir víst hvað myndi koma fyrir Lamar,“ sagði Khloe í spjallþætti.

„Ég held að það hjálpi honum mikið að hann sé íþróttamaður. Alla sína tíð hefur hann verið í frábæru formi og það hefur hjálpað honum núna að koma til baka.“

Lamar er þessa stundina á meðferðarheimili í Kaliforníu.

EINU SINNI VAR: Lamar og Khloe eru enn gift en samkvæmt Khloe er það bara þannig á pappírum. Þeirra sambandi sé lokið.

EINU SINNI VAR: Lamar og Khloe eru enn gift en samkvæmt Khloe er það bara þannig á pappírum. Þeirra sambandi sé lokið.

 

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts