Þegar amma var ung settu konur upp varalit áður en að þær fóru úr húsi, stundum þurfti ekki meira til að teljast uppáklædd. Eldrauðar varir vekja athygli og draga fram þokka kvenna. Í gegnum tíðina hafa varalitir bæði verið merki um fláræði kvenna og sjálfstæði.

Rautt Talið er að varaliturinn eigi rætur sínar að rekja til Súmera sem byrjuðu að nota varalit fyrir allt að 5000 árum síðan. Kleópatra og hennar fólk kreistu skordýr til að ná út rauðum lit og smurðu á varirnar. Varaliturinn eins og við þekkjum hann í dag hefur verið notaður frá byrjun tuttugustu aldar.
Einn þekktasti varalitur nútímans er án efa hárauður Dior nr. 999 sem var fyrsti varaliturinn úr smiðju Christian Dior. Tískudrottningin Coco Chanel skartaði gjarnan eigin útgáfu af rauðum varalit en að hennar mati eru varalitir vopn kvenna.

skoðar heiminn

LJÓSHÆRÐA BOMBAN: Marilyn Monroe skartaði platínuljósu hári og fór ekki út úr húsi án varalits. Í kvikmyndinni Gentelmen Prefer Blondes var hún með rauðleitan varalit frá Lancôme þegar hún söng um demanta sem besta vin kvenna.

 

skoðar heiminn

TÁLKVENDI: Varaliturinn hefur ýmist verið lofaður eða lastaður. Ungar stúlkur voru á sínum tíma hvattar til að skarta ekki rauðum lit þar sem að það þótti benda til lausætis en varaliturinn hefur einnig verið notaður sem tákn um frelsi kvenna til að tjá sig. Madonna hikar ekki við að ögra umhverfinu og skartar iðulega eldrauðum og ögrandi lit.

 

skoðar heiminn

MEÐ VARALIT Í MORGUNMAT: Audrey Hepburn heillaði heiminn sem samkvæmisflugan Holly Golightly í kvikmyndinni Breakfast at Tiffanys. Í frægri senu þar sem Holly Golightly situr í leigubíl vararlitar hún sig með bleikum Guerlain en varalitir frá þeim þykja með þeim bestu í bransanum.

 

skoðar heiminn

DIOR 999: Hann er rauður, eldrauður, og var fyrsti varaliturinn sem Dior setti í framleiðslu. Þessi er sígildur og ber höfuð og herðar yfir alla aðra.

 

skoðar heiminn

DAMAN: „Ef þú ert sorgmædd, bættu þá lit á varirnar og stattu keik,“ sagði Coco Chanel sem gerði svarta kjólinn og rauða varalitinn að einkenni sínu.

 

ÿØÿà

 

Related Posts