Guðbjörg Hermannsdóttir (36) er formaður Kynjakatta:

Kynjakettir, félag kattaræktanda á Íslandi hélt haustsýningu sína nýlega og fór sýningin fram í Reiðhöllinni í Grindavík. Kettirnir kepptu til verðlauna og var fjöldi katta skráður til leiks. Auk íslenska dómarans Marteins Tausen mættu líka erlendir dómarar til að dæma og var mikil stemning, stuð og mjálm í höllinni.

Mjáhhhh „Þetta gekk bara allt glimrandi vel og það var vel mætt af fólki, bæði til að sýna kettina sína og vinna til verðlauna og eins gestir sem komu til að skoða,” segir Guðbjörg Hermannsdóttir, formaður Kynjakatta.

Sýningin fór að þessu sinni fram í Grindavík í Reiðhöllinni þar. „Við lendum því miður í því á hverju ári að þurfa að leita logandi ljósi að húsnæði í Reykjavík fyrir sýningarnar okkar, einhverju sem kostar ekki hálfan handlegg,“ segir Guðbjörg. „Að þessu sinni fengum við reiðhöllina hér í Grindavík hjá Hestamannafélaginu Brimfaxa og Brimfaxakonur voru með kaffisölu sem gekk glimrandi vel. Til að halda svona sýningu þarf að leggja mikla vinnu í allt. Stjórn, félagsmenn og nefndirnar slá sko ekki slöku við þegar að sýningu kemur og leggjast allir á eitt og fyrir hönd Kynjakatta kann ég öllu þessu fólki bestu þakkir fyrir,“ segir Guðbjörg sem er sjálf mikil kattakona.

Þetta gekk æðislega vel og nú eru eflaust allir að ná sér niður eftir erilsama helgi,“ segir Guðbjörg. Það er öllum velkomið að ganga í félagið og má finna upplýsingar á kynjakettir.is.

Kettir

KATTAKONUR: Guðbjörg og vinkona hennar, Kristín Holm, eru alveg komnar á kaf í kettina. Guðbjörg er formaður kynjakatta og á 10 ketti, Kristín er ritari félagsins og á sjö ketti. Í sumar fóru þær saman til Spánar og sóttu eina læðu þangað til að fá nýtt blóð í ræktunina hér á landi. Kettir þeirra unnu til verðlauna á sýningunni.

Kettir

ÿØÿà

ÿØÿà

Kettir

PERSAÞRENNA: Dagrún Matthíasdóttir sem er með Gullaldarræktun er eigandi þessara fallegu persakatta.

Kettir

HLÝIR SAMAN: Spynxkettlingurinn er frá Corner house-ræktun sem er í eigu Stefáns Bachmann. Hér hlýjar hann sér og eiganda sínum.

Kettir

ÞUNGBRÝNN: Þessi kisi býður spenntur og pínu þungbrýndur virðist vera eftir að verðlaun verði tilkynnt.

Kettir

TVEIR FLOTTIR SAMAN: Ólafur Njálsson í Nátthagaræktun mætti í þessari gullfallegu lopapeysu og kötturinn hans er ekki síðri, enda feldurinn allsérstakur.

Kettir

KLÓ ER FALLEG ÞÍN: Anna María Moestrup leggur lokahönd á að snyrta sinn kött.

Kettir

SKREYTT Í ANDA HREKKJAVÖKU: Þemað í ár var Hrekkjavaka og tóku margir vel í þemað og skreyttu búrin sín. Kettirnir voru þó ekki skreyttir en nógu fagrir fyrir.

Kettir

HLAÐNIR VERÐLAUNUM: Þessir kettir fóru ekki með auðar loppur heim en þeir unnu greinilega til fjölda verðlauna.

Séð og Heyrt elskar ketti. 

Related Posts