Þær voru margar af frægustu kvikmyndastjörnum heims á sínum tíma og virtust vera á toppi ferilsins en svo allt í einu var eins og þeim hefði verið kippt af yfirborði jarðar. Hér eru nokkrar kvikmyndastjörnur sem af ýmiss konar ástæðum hurfu úr sviðsljósinu.

 

CUBA GOODING Jr. (48): Það er kannski erfitt að ímynda sér það núna en á tíunda áratug síðustu aldar var Cuba Gooding Jr. á góðri leið með að verða ein stærsta stjarna heims. Eftir Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í Jerry Maguire leit út fyrir að ekkert gæti stöðvað leikarann í að festa sig í sessi sem ein stærsta kvikmyndastjarna sögunnar en það er ástæða fyrir Óskarsálögunum. Cuba tók þátt í nokkrum skelfilegum grínmyndum og hefur aldrei náð flugi á ný. Hlutverk hans í American Gangster og The Butler er það eina jákvæða sem hefur komið frá honum eftir að hann fékk Óskarsverðlaunin.

CUBA GOODING Jr. (48):
Það er kannski erfitt að ímynda sér það núna en á tíunda áratug síðustu aldar var Cuba Gooding Jr. á góðri leið með að verða ein stærsta stjarna heims. Eftir Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í Jerry Maguire leit út fyrir að ekkert gæti stöðvað leikarann í að festa sig í sessi sem ein stærsta kvikmyndastjarna sögunnar en það er ástæða fyrir Óskarsálögunum. Cuba tók þátt í nokkrum skelfilegum grínmyndum og hefur aldrei náð flugi á ný. Hlutverk hans í American Gangster og The Butler er það eina jákvæða sem hefur komið frá honum eftir að hann fékk Óskarsverðlaunin.

 

MACAULAY CULKIN (35): Macaulay Culkin vakti fyrst athygli fyrir frábæra frammistöðu sína í myndinni Uncle Buck en öðlaðist heimsfrægð sem Kevin McAllister í Home Alone-myndunum. Eftir það lá leið hans í nokkrar meðalgóðar grínmyndir og einnig The Good Son og stjarna hans byrjaði að hrapa. Á milli 1994 og 2003 hélt hann sig alfarið frá kvikmyndabransanum. Macaulay Culkin hefur barist við fíkniefnadjöfulinn um árabil og ekkert sem bendir til þess að hann muni ná sér á strik aftur í kvikmyndabransanum.

MACAULAY CULKIN (35):
Macaulay Culkin vakti fyrst athygli fyrir frábæra frammistöðu sína í myndinni Uncle Buck en öðlaðist heimsfrægð sem Kevin McAllister í Home Alone-myndunum. Eftir það lá leið hans í nokkrar meðalgóðar grínmyndir og einnig The Good Son og stjarna hans byrjaði að hrapa. Á milli 1994 og 2003 hélt hann sig alfarið frá kvikmyndabransanum. Macaulay Culkin hefur barist við fíkniefnadjöfulinn um árabil og ekkert sem bendir til þess að hann muni ná sér á strik aftur í kvikmyndabransanum.

 

GEENA DAVIS (60): Óskarsverðlaunaleikkona og þekkt fyrir sterk kvenhlutverk en Geena Davis gat leikið í fjölbreyttum myndum, eins og til dæmis Thelma & Louise og grínmyndum á borð við Beetlejuice. Davis var vinsælli en margir gerðu sér grein fyrir og vegna vinsælda sinna ákvað Geena Davis að reyna að hafa mikil áhrif á samfélagið sem búum í. Hún hvarf þó ekki algjörlega af yfirborði leiklistarinnar þar sem hún krækti í Golden Globe-verðlaun fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Commander In Chief árið 2006.

GEENA DAVIS (60):
Óskarsverðlaunaleikkona og þekkt fyrir sterk kvenhlutverk en Geena Davis gat leikið í fjölbreyttum myndum, eins og til dæmis Thelma & Louise og grínmyndum á borð við Beetlejuice. Davis var vinsælli en margir gerðu sér grein fyrir og vegna vinsælda sinna ákvað Geena Davis að reyna að hafa mikil áhrif á samfélagið sem búum í. Hún hvarf þó ekki algjörlega af yfirborði leiklistarinnar þar sem hún krækti í Golden Globe-verðlaun fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Commander In Chief árið 2006.

 

RICK MORANIS (62): Rick Moranis var einn allra vinsælasti grínleikari heims og var ávallt fyrsti maður á blað þegar það kom að fjölskyldumyndum eins og Honey I Shrunk The Kids og Spaceballs. Það sýnir kannski best hversu hæfileikaríkur hann var að hann náði að stela sviðsljósinu í myndinni Ghostbuster af nokkrum af færustu grínleikurum allra tíma. Því miður ákvað Rick að segja skilið við kvikmyndabransann til að sjá um börn sín eftir að eiginkona hans lést úr krabbameini. Þrátt fyrir að sakna hans er ekki annað hægt en að bera virðingu fyrir ákvörðun hans.

RICK MORANIS (62):
Rick Moranis var einn allra vinsælasti grínleikari heims og var ávallt fyrsti maður á blað þegar það kom að fjölskyldumyndum eins og Honey I Shrunk The Kids og Spaceballs. Það sýnir kannski best hversu hæfileikaríkur hann var að hann náði að stela sviðsljósinu í myndinni Ghostbuster af nokkrum af færustu grínleikurum allra tíma. Því miður ákvað Rick að segja skilið við kvikmyndabransann til að sjá um börn sín eftir að eiginkona hans lést úr krabbameini. Þrátt fyrir að sakna hans er ekki annað hægt en að bera virðingu fyrir ákvörðun hans.

 

 MEG RYAN (54): Meg Ryan var eitt sinn vinsælasta og mest elskaða leikkona heims og myndir hennar hafa þénað tæpan milljarð Bandaríkjadala um heim allan. Það er þó ekkert af hennar nýlegu verkum sem eru nálægt þeirri upphæð. Eftir umtalað samband sitt við leikarann Russell Crowe á meðan hún var enn gift Dennis Quaid þurrkaðist „góða stelpu-ímyndin“ af henni og hún ákvað að taka sér hlé frá kvikmyndunum. Hún gerði sér heldur engan greiða með að taka þátt í skelfingunni sem In The Cut var en ákvað þó að toppa það með einni verstu frammistöðu leikkonu í myndinni Against The Ropes. Eftir það fíaskó hefur lítið sem ekkert heyrst frá leikkonunni.


MEG RYAN (54):
Meg Ryan var eitt sinn vinsælasta og mest elskaða leikkona heims og myndir hennar hafa þénað tæpan milljarð Bandaríkjadala um heim allan. Það er þó ekkert af hennar nýlegu verkum sem eru nálægt þeirri upphæð. Eftir umtalað samband sitt við leikarann Russell Crowe á meðan hún var enn gift Dennis Quaid þurrkaðist „góða stelpu-ímyndin“ af henni og hún ákvað að taka sér hlé frá kvikmyndunum. Hún gerði sér heldur engan greiða með að taka þátt í skelfingunni sem In The Cut var en ákvað þó að toppa það með einni verstu frammistöðu leikkonu í myndinni Against The Ropes. Eftir það fíaskó hefur lítið sem ekkert heyrst frá leikkonunni.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts