Lagið Wannabe kom út 8. júlí 1996:

Kvenkraftur Stúlknasveitin Spice Girls og aðdáendur fagna í dag að 20 ár eru síðan lagið Wannabe kom út.

Wannabe var fyrsta lag Spice Girls og er á fyrstu plötu þeirra Spice sem kom út í nóvember 1996. Lagið var samið í miklum flýti af meðlimum sveitarinnar ásamt Matt Rowe og Richard Stannard og leist Virgin útgáfufyrirtæki þeirra ekkert á útkomuna og sendi lagið áfram til Dave Way. Sveitin var síðan ekki ánægð með útkomu hans og var lagið því sent áfram til Mark „Spike“ Stent og útkoman varð sú sem við flest þekkjum.

Lagið sem fjallar um mikilvægi vináttu meðal kvenna varð tákn kvenkrafts um allan heim og jafnframt táknrænt fyrir heimsspeki Spice Girls sveitarinnar um kvenkraft.

Myndband lagsins sem leikstýrt var af Johan Camitz varð stórsmellur á bresku sjónvarpsstöðinni The Box og vakti athygli margra á sveitinni. Lagið sat í sjö vikur í fyrsta sæti vinsældalistans í Bretlandi og náðri tvöfaldri platínusölu. Í janúar 1997 var það gefið út í Bandaríkjunum og sat í fyrsta sæti Billboardlistans í fjórar vikur. Í heild náði lagið toppsætinu í 37 löndum. Wannabe er best selda lag stúlknasveitar og 2014 var það valið sem best þekkta popplag síðustu 60 ára.

Í dag birtu þær Mel B., Geri Halliwell og Emma Bunton kveðju á youtube þar sem þær þakka aðdáendum sínum fyrir að hafa fylgt þeim í blíðu og stríðu í 20 ár og ef að skilja má þær stöllur rétt þá er einhver viðburður á döfinni til að fagna afmælinu. Mel C. vinnur nú að eigin plötu og Victoria er á Íslandi ásamt eiginmanni sínum, sjá hér.

1 Cm0d1c5W8AAvGIY

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

 

Related Posts