Í þessari viku er nýjasta myndin um Bridget Jones, sú þriðja í röðinni, frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum. Það eru ekki til margar kvikmyndaseríur þar sem  aðalpersónan er kona og jafnvel nafn myndarinnar tengt persónunni. En þó má finna nokkrar frægar kvikmyndaseríur þar sem að aðalpersónan eða ein þeirra er kona. Hér lítum við á nokkrar þeirra.

200px-terma3

SARAH CONNOR (TERMINATOR): Gengilbeina verður frelsishetja.
Linda Hamilton leikur Söruh Connor í fyrstu tveimur Terminator-myndunum (þær eru orðnar fimm í heildina). Gengilbeinan Sarah þarf að berjast fyrir lífi sínu og ófædds sonar síns og í myndunum fylgjumst við með henni þróast frá því að verða kona sem þarf að bjarga í að verða flóttamaður og að lokum hörkutól, sem er reiðubúin að fórna öllu þar á meðal eigin lífi til að bjarga lífi sonar síns. Atriðið þar sem að hún hleður byssuna með annarri hendi, handleggsbrotin á hinni, er svakalegt, enda kom Hamilton sér í truflað form fyrir seinni myndina. IMDB: 8,1 og 8.5.

medium_aliens-001_1050_591_81_s_c1-1024x576

RIPLEY (ALIEN): Hörkukvendi ræðst á veru úr öðrum heimi.
Sigourney Weaver leikur Ellen Louise Ripley í vísindaskáldsögumyndunum Alien, sem voru fjórar. Fyrir hlutverk sitt í fyrstu myndinni uppskar hún Óskarsverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki auk þess að vera tilnefnd til fleiri verðlauna. Ripley er liðsforingi áhafnar geimskips og sú eina sem kemst lífs af þegar geimvera gerir sig heimakomna í geimskipinu. Ripley sýnir að hún er hörkukvendi. IMDB: 8,5; 8,4; 6,4 og 6,3.

images

PRINCESS LEIA (STAR WARS): Prinsessa í forystu.
Carrie Fisher leikur prinsessuna Leiu í fjórum myndum Star Wars (þær eru orðnar sjö). Leia er ekki dæmigerð prinsessa sem er sæt og prúð alla daga, hún er með munninn fyrir neðan nefið, kann að fara með byssur og bjarga sér sjálf og er ein af þeim sem leiðir andspyrnuherinn gegn Svarthöfða og mönnum hans. IMDB: 8,7; 8,8; 8,4 og 8,2.

156160

THE BRIDE (KILL BILL): Úr brúðarkjól í blóðbað.
Uma Thurman leikur brúðurina í tveimur myndum Kill Bill og hér er sko ekkert elsku mamma neitt! Brúðurin vaknar í fyrri myndinni úr dásvefni og kemst að því að fyrrum kennari hennar hefur látið drepa tilvonandi eiginmann hennar og alla gesti sem mættir voru í brúðkaup. Hún skellir sér í gulan Hensongalla og fer af stað að leita hefnda. Myndirnar eru ekki fyrir viðkvæma. IMDB: 8,1 og 8,0.

hermione-granger-hermione-granger-20053428-800-478

HERMIONE GRANGER (HARRY POTTER): Galdrastelpa berst gegn hinu illa.
Emma Watson lék Hermione Granger í öllum sjö myndunum um galdrastrákinn Harry Potter. Hermione er algjört kennaragull, kann allt og er best í öllu. Harry og Ron vinur hans bjarga henni í fyrstu myndinni og eftir það eru þau órjúfanleg þrenna og Hermione sýnir að hún hefur fleira til brunns að bera en bara gáfur. Saman reyna þau að koma í veg fyrir að illi galdramaðurinn Voldemort, sem drap foreldra Harry, nái stjórn í galdraheiminum. IMDB: 7,5-8,1.

 

KEIRA KNIGHTLEY

KEIRA KNIGHTLEY

ELISABETH SWANN (PIRATES OF THE CARIBBEAN): Hefðardama verður að sjóræningja.
Keira Knightley leikur Elisabeth Swann í þremur myndum um Sjóræningja Karíbahafsins (myndirnar eru orðnar fimm). Swann elst upp hjá ástríkum föður sem vill gifta hana yfirmanni í hernum, hún er hins vegar ástfangin af járnsmiðnum Will Turner sem endurgeldur ást hennar. Þegar sjóræningjar ræna Swann fer Turner í björgunarleiðangur. Swann leggur hins vegar kjólunum, klæðist karlmannsfötum og berst við hlið sjóræningjana með sverð í báðum höndum. IMDB: 8,1, 7,3 og 7,1.

c12d50b4785f247a2bc8ebce6ce53fb9-14

BRIDGET JONES (BRIDGET JONES):
Renée Zellweger leikur hina seinheppnu Bridget, en allar konur sem eru orðnar eldri en 25 ára og hafa verið einhleypar geta samsamað sig henni. Myndirnar eru orðnar þrjár og sú nýjasta þar sem að Bridget er með barni er að detta í sýningar í kvikmyndahúsum um allan heim. Við fjöllum betur um Bridget annars staðar í blaðinu. IMDB: 6,7, 5,9 og 6,9.

Séð og Heyrt horfir á kvikmyndir.

 

Related Posts