Að venju var kvartað yfir Áramótaskaupinu í Ríkissjónvarpinu, Vigdís Hauksdóttir má vart opna munninn án þess að kvartað sé og líka er kvartað af ákafa yfir nýju eignarhaldi á ágætum fjölmiðli í einkaeigu.

Íslendingar hafa kvartað frá landnámi og oft haft ástæðu til. Framan af voru kvartanirnar innanbæjar og bitnuðu þá helst á heimafólki og gestum en með tilkomu samfélagsmiðla eru þær farnar að hljóma stranda á milli og jafnvel um allan heim. Og þarna er orðinn eðlismunur á.

grumpy_old_man

GREMJA: Ekki góð.

Áramótskaupið er alltaf ágætt í eðli sínu því allir og öll samfélög hafa gott af því að sjá sig í spéspegli af og til. Skaupið í ár var ólíkt Skaupum fyrri ára, það hélt sig réttum megin við þá línu sem skilur kaldhæðni frá illkvittni og þann línudans er erfitt að stíga.

Hvað Vigdísi Hauksdóttur varðar þá talar hún sannarlega mikið og ólíkt öðrum stjórnmálamönnum er hún bergmál þjóðarsálarinnar og segir það sem kjósendur hennar hugsa. Til þess er fólk að kjósa pólitíkusa.

Og hvað eignarhaldið á DV snertir þá kemur fólki það einfaldlega ekkert við þar sem fyrirtækið er, og hefur alltaf verið, í einkaeigu.

Stundum getur verið léttir að kvarta yfir hinu og þessu en þegar kvartanir eru orðnar leiðarstef í samfélagsumræðunni, niðurdrepandi og kæfandi, er ráð að spyrna við fæti og leyfa sér að kvarta yfir þeim á móti.eiríkur jónsson

Eins og forsetinn sagði um áramótin þá þrífst ekkert þjóðfélag á gagnrýninni einni. Í raun átti hann við að landsmenn ættu að hætta að kvarta yfir öllu í tíma og ótíma. Það er svo leiðinlegt þegar við hin erum að reyna að gera lífið skemmtilegra.

Eiríkur Jónsson

Related Posts