Hljómsveitin Spice Girls seldi yfir 100 milljónir platna sem gerir hana að farsælustu kvennahljómsveit allra tíma. Bandið samanstendur af fimm stelpum sem heilluðu allan heiminn upp úr skónum.

FARSÆL:

Geri Halliwell, rauða kryddið, var sú fyrsta til að hætta í hljómsveitinni. Hún hætti 27. maí árið 1998 vegna þunglyndis og ágreinings við hinar stelpuSpice Girlsrnar í bandinu. Þetta hafði mikil áhrif á bandið, enda var Geri oft rödd hljómsveitarinnar og sögð vera gáfurnar á bak við sveitina. Árið 1999 hóf hún sólóferil og gaf út plötuna Schizophonic sem gerði góða hluti.

Árið 2013 var tilkynnt að Geri yrði fjórði dómarinn í Australia‘s Got Talent og í september sama ár gaf hún út sitt fyrsta lag í átta ár. Með ellefu lög sem hafa komist á toppinn á breska vinsældalistanum er Geri í þriðja sæti yfir þær konur sem hafa náð flestum lögum á toppinn í Bretlandi.

Geri á eina dóttur, Bluebell Madonna, með leikstjóranum Sacha Gervasi sem hún var með í sex vikur. Guðmæður Bluebell eru Victoria Beckham og Emma Bunton. Geri er í dag gift ökuþórnum Christian Horner.

Spice Girls

 

ÚTVARPSSTJARNA:

Emma Bunton, barnakryddið, var yngsti meðlimur bandsins. Eftir að Spice Girls hætti, árið 2000, gaf hún út sólóplötu sem kallaðist A Girl Like Me, árið 2001. Platan gekk vel og fór í fjórða sætið á vinsældalista Bretlands.

Bunton lék í þáttunum Absolutely Fabulous og hefur verið dómari í hæfileikaþáttunum Dancing on Ice og Your Face Sounds Familiar. Hún er með sinn eigin útvarpsþátt í Bretlandi, á laugardögum milli fimm og sjö.

Emma á tvö börn og er gift fyrrum söngvaranum og kokknum Jade Jonas.

VANN MEÐ BRYAN ADAMS:Mel C

Melanie C, íþróttakryddið, heitir í raun Melanie Jayne Chisholm. Melanie hefur selt yfir 12 milljónir platna sem sólólistamaður. Hennar fyrsti smellur var samstarf með goðsögninni Bryan Adams en saman gerðu þau lagið When You‘re Gone sem sló vægast sagt í gegn. Fyrsta sólóplatan hennar, Northern Star, kom út árið 1999 og seldist í fjórum milljónum eintaka. Hún er í öðru sæti yfir þær bresku konur sem hafa komið flestum lögum á toppinn á breska vinsældalistanum.

Melanie hefur talað opinskátt um baráttu sína við ADHD, þunglyndi og átröskun. Hún á dótturina Scarlet með fasteignabraskaranum Thomas Starr.

HÆTTULEG:
Spice Girls
Mel B, hættulega kryddið, hóf sólóferilinn eftir lok sveitarinnar þegar hún gaf út lagið I Want You Back með Missy Elliot sem fór beinustu leið á toppinn á vinsældalistanum í Bretlandi. Hún gaf síðan út sína fyrstu sólóplötu, Hot, árið 2000.

Mel hefur látið að sér kveða í raunveruleikaþáttum. Hún var keppandi í Dancing with the Stars þar sem hún endaði í öðru sæti og hefur gegnt dómarahlutverki í þáttum á borð við The X Factor og Americas Got Talent – auk þess sem hún var um tíma ástkona Fjölnis Þorgeirssonar hestamanns.

Mel á þrjú börn og er gift framleiðandanum Stephen Belafonte.

Á FULLT AF PENINGUM:
Spice Girls
Victoria Beckham, fína kryddið, hefur farið langt eftir að hafa hætt í Spice Girls. Eftir að hljómsveitin hætti gaf hún út nokkur lög. Seinna tók hún þátt í fimm raunveruleikaþáttum, meðal annars The Real Beckhams og Victoria Beckham: Coming to America. Hún hefur verið gestadómari í þáttum eins og Project Runway og American Idol. Í yfir áratug hefur hún náð gríðarlegum árangri sem fatahönnuður og var The

Victoria Beckham-fatamerkið valið hönnunarmerki árins 2011 í Bretlandi. Hún er gift knattspyrnugoðinu David Beckham og saman eiga þau fjögur börn. Hjónin eru metin á 79 milljarða.

Related Posts