Allar stúlkurnar, utan ein,  í hinni þekktu poppsveit Kryddpíunum (Spice Girls) voru saman á hóteli í Marrakech í Marokkó um helgina. Ekki til að taka lagið því Mel B vantaði í hópinn. Heldur til þess að fagna 40 ára afmæli fótboltakappans David Beckham.  Beckham er gifur Victoriu sem var meðlimur sveitarinnar en hún gekk undir nafninu Posh Spice meðan á stórveldisdögum þeirra stóð í lok síðustu aldar.

GAMAN: Baby og Sporty Spice skemmta sér í veislunni.

GAMAN: Baby og Sporty Spice skemmta sér í veislunni.

Þær Emma Bunton, Mel C og Geri Halliwell skemmtu sér konunglega og voru duglegar við að setja myndir af sér á samfélagsmiðla meðan á sjálfri afmælisveislunni stóð í gærkvöldi.

Á einni af myndunum sitja þær fyrir með leikkonunni Evu Longoriu. Leikkonan setti síðan inn á instagram að..”Ég er nýja Kryddpían.”

Related Posts