Aðeins Mel B hefur boðað komu sína í brúðkaupið:

Brúðkaup fyrrum Kryddpíunnar (Spice Girls) Geri Halliwell og Formúlu 1 stjórans Christian Horner er framundan.  Öllum meðlimum Spice Girls er boðið en ljóst að aðeins ein þeirra, Mel B, mun örugglega mæta.

Í frétt á vefsíðu Daily Mail segir að bæði Victoria Beckham og Mel C geti ekki mætt þar sem þær voru búnar að bóka sig annað á brúðkaupsdaginn. Einnig er ólíklegt að Emma Bunton mæti. Aðeins Mel B hefur staðfest komu sína.

KRYDD: Hljómsveitin Spice Girls var sú vinsælasta á Bretlandseyjum í kringum síðustu aldamót

KRYDD: Hljómsveitin Spice Girls var sú vinsælasta á Bretlandseyjum í kringum síðustu aldamót

Á vefsíðunni kemur fram að þróun mála valdi Geri Halliwell töluverðu hugarangri þar sem hún hafði vonast til að allar stúlkurnar í Spice Girls yrðu viðstaddar brúðkaup hennar.

Related Posts