Kristín Ólafsdóttir (42) geislaði á rauða dreglinum:

Kristín Ólafsdóttir kvikmyndaframleiðandi og eiginkona auðkýfingsins Björgólfs Thors Björgólfssonar geislaði í svörtum kjól á rauða dreglinum á Eddunni; síðkjól með gylltum bryddingum á öxlunum og í gylltum hælabandaskóm sem pössuðu vel við bryddingarnar.

Kristín bar ekki mikið af skartgripum heldur einungis einn veigamikinn og gylltan hring með mosagrænum steini og leyfði þannig kjólnum að njóta sín. Neglurnar voru lakkaðar með vínrauðu naglalakki og bar hún svarta leðurtösku með silfurlitaðri plötu sem kórónaði útlitið.

Kristín var náttúrulega förðuð þannig að undirstrikaði fegurð hennar.

Elegant: Kristín var glæsileg.

Elegant: Kristín var glæsileg.

Related Posts