Kris Jenner (60) tekur til:

Raunveruleikastjarnan Kris Jenner hefur ákveðið að reka allt öryggisteymið sitt eftir að ókunnugur maður hafði verið handtekinn eftir að hafa gengið inn í hús hennar.

Kris var allt annað en sátt með þetta og segir öryggisteymið hafa stofnað öryggi barnabarna sinna, North og Saint West, í hættu.

Kanye West, eiginmaður Kim Kardashian og faðir North og Saint, var einnig brjálaður yfir þessu og skipaði sínu öryggisteymi að mæta á svæðið undir eins.

Öryggisteymi Kanye stendur vaktina þessa stundina, en Kim, Kanye og börnin hafa verið á heimili Kris síðan Saint fæddist, en þó er aðeins talið að þeir séu tímabundin lausn og fullyrt er að Kris Jenner ætli sér að ráða besta öryggisteymi sem völ er á.

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts