Arnar Gauti Sverrisson (45) endurhannaði Tacobarinn:

Nýverið var Tacobarinn á Hverfisgötu opnaður eftir endurbætur en eigandi staðarins er veitingamaðurinn Björgólfur Takefusa. Hann fékk engan nýgræðing til að endurhanna staðinn, heldur leitaði til Arnars Gauta sem er alvanur því að taka fyrirtæki jafnt sem heimili í gegn.

FRAMKVÆMDASTJÓRINN: Arnar Gauti fékk að ráða endurhönnun staðarins, en það er lögfræðingurinn Ása Geirs sem mun sjá um að stýra honum, það er Tacobarnum, ekki Arnari Gauta.

FRAMKVÆMDASTJÓRINN: Arnar Gauti fékk að ráða endurhönnun staðarins, en það er lögfræðingurinn Ása Geirs sem mun sjá um að stýra honum, það er Tacobarnum, ekki Arnari Gauta.

Sombrero  En af hverju leitaði hann til Arnars Gauta? „Ég er einfaldlega góður í því sem ég geri,“ segir Arnar Gauti og brosir. Og staðirnir sem hann hefur komið að bera svo sannarlega vitni um það, sem dæmi má nefna veitingastaðinn Verbúð 11 á Tryggvagötu og Bernhöftsbakarí við Skúlagötu.

Arnar Gauti endurhannaði Tacobarinn bæði í heild og í litum. „Tacobarinn er í skemmtilegu húsnæði, verkefnið var bæði stórt og krefjandi, en á sama tíma meiri háttar skemmtilegt,“ segir Arnar Gauti. „Þetta var krefjandi þar sem að þak staðarins og hliðin er öll úr gleri, auk þess sem bitar í loftinu eru gulir frá arkitekt hússins, en ég fékk leyfi til að mála þá að innan. Hönnunin var concept creation þar sem maður kemur inn með hugmyndir og endurhannar. Gólfið er eins og gamlar hellur í París eða á Ítalíu.“ Við hliðina á staðnum er pallur þar sem í sumar verður komið fyrir fullt af litlum borðum og lömpum.

En skyldi Arnar Gauti borða mexíkóskan mat? „Já það geri ég og hann er mjög góður á Tacobarnum, þeir eru til dæmis með alvörunautakjöt í tacoinu, ekki svona blöndu eins og við erum vön hér. Og það er virkilega gott hjá þeim.“

Líkt og fleiri landsmenn er Arnar Gauti byrjaður að undirbúa jólin. „Ég er svakalega mikið jólabarn og er aðeins byrjaður, til dæmis var ég um síðustu helgi á bókasafnskvöldi með börnunum í Vatnsendaskóla, en ég er þar í stjórn foreldrafélagsins. Ég byrja síðan af fullum krafti næstu helgi með börnunum mínum. Það er saklausa blikið í augum barnanna minna, sem gerir jólin að því sem þau eru og jólunum fylgja margar skemmtilegar hefðir,“ segir Arnar Gauti.

img_8800

PARTÍSVÆÐIÐ: Eigandinn Björgólfur Takefusa var eldhress með Helga Má Bjarnasyni sem sá um að skemmta gestum með tónlist, en hann sér um Party Zone á Rás 2.

img_8804

FLOTTAR VINKONUR: Vinkonurnar Jóhanna Karlsdóttir jógakennari og Selma Ragnarsdóttir, klæðskeri og kjólameistari, kíktu á stemninguna og skemmtu sér konunglega.

img_8792

MÆÐGUR MÆTTAR: Dóra Takefusa, systir Björgólfs, mætti til að samfagna bróður sínum. Með í för var dóttir hennar Krista Takefusa Kristjánsdóttir.

img_8778

FÖGUR FLJÓÐ OG SNILLINGUR: Athafnakonan Ingibjörg Þorvaldsdóttir, kærasta Arnars Gauta, Jóhanna Pálsdóttir formaður Bandalags kvenna í Reykjavík og smiðurinn Albert Steinþórsson, sem er smiður fyrir Arnar Gauta og algjör snillingur að hans sögn.

Séð og Heyrt fílar Tacobarinn.

Related Posts