Einstök stemning í sumarveislu og tónleikum Sólberts á Petersen-svítunni:

Frábærir tónleikar Reykjavíkurdætur eru nýkomnar heim úr tónleikaferðalagi um Evrópu þar sem þær slógu heldur betur í gegn á hverjum einustu tónleikum sem þær komu fram á. Reykjavíkurdætur eru alls 18 talsins. Í kvenrapphljómsveitinni eru m.a. Steiney Skúladóttir leikkona og Steinunn Jónsdóttir, önnur söngkona Amabadama. Sólbert bauð upp á tónleika með þeim á Petersen-svítunni þar sem kynntur var til leiks nýr Sólbert Engifer. Margt var um manninn, stórkostleg stemning og ekki skemmdi fyrir yndislega veðrið sem var á meðan tónleikarnir fóru fram. Óhætt er að segja að allir hafa skemmt sér konunglega og enginn hafi farið þyrstur heim.

RVKDætur

TVÆR GÓÐAR: Þessar vinkonur voru mjög spenntar fyrir kvöldinu.

 

 

RVKDætur

TIL Í TUSKIÐ: Þau létu ljúfa tóna renna um eyrun á Petersen-svítunni.

 

RVKDætur

SÓL Í AUGUN: Sumir tóku til þess ráðs að mæta með derhúfur og sólgleraugu til að forðast að fá sólina í augun á þessum sólríku tónleikum.

 

RVKDætur

YOYO: Rappkonurnar komu fram af mikilli orku og fönguðu athygli allra sem mættu á svæðið.

 

RVKDætur

RÍMNAFLÆÐIÐ Á FULLU: Reykjavíkurdætur létu rímur hljóma eins og þeim einum er lagið.

 

RVKDætur

ÞÉTTIR TAKTAR: Fólk dansaði af sér rassinn meðan þéttir taktar Reykjavíkurdætra ómuðu.

 

Kynningarsíða

Related Posts